Jöklasel 3 - 109 Reykjavík
Fjölbýli
4  herb.
106  m2
39.900.000

Borg Fasteignasala kynnir: Um er að ræða fallega 4ra herbergja 106,1 fm endaíbúð í litlu fjölbýlishúsi í 109 Reykjavík

Lýsing eignar:  
Íbúðin hefur á að skipa þremur svefnherbergjum, eldhúsi, borðstofu/stofu, baðherbergi,  þvottahúsi og geymslu í kjallara sem er ekki inní fermetratölunni. 
Gengið er inn um sameiginlegan inngang ánorðaustanverðu húsinu. Þegar inn er komið tekur við rúmgóð forstofa með góðu skápaplássi. Eldhúsið er strax á hægri hönd sem er búið vönduðum eldri tækjum og innréttingum, góður borðkrókur og inn af honum er gott búr/þvottahús. Stofan er rúmgóð og björt, útgengt á góðar svalir.
Hjónaherbergið er stórt og vel skápum búið. Barnaherbergin eru tvö. Baðherbergi er búið baði/sturtu, vaski og salerni, flísar á gólfi og upp á veggi. Baðherbergið var endurnýjað 2015.
Í sameign er sameiginleg hjólageymsla. Bílastæði fyrir framan húsið fylgir eigninni.

Barnvænt og snyrtilegt umhverfi, mjög stutt í leikskóla og leiktæki. Stutt í Seljaskóla og ekki þarf að ganga yfir götu til að komast í skólann. 

Húsið var byggt árið 1978. Að utan lítur húsið vel út.

  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Borg fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

Allar upplýsingar um eignina veitir Héðinn B Ásbjörnsson lögg. fasteignasali 8484806 eða á hedinn@fastborg.is  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% ( 1,6% lögaðili ) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.


 

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
106 m2
HERBERGI
4 herb.
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1978
LYFTA
Nei
BILSKUR
NEI

Skilaboð hafa verið send.