Nýlendugata 20A - 101 Reykjavík (Miðbær)
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
6  herb.
163  m2
74.900.000

 Borg Fasteignasala s. 519-5500 kynnir einbýlishús með aukaíbúð í eldri hluta Vesturbæjarins.
Nánari lýsing; Aðal íbúð hússins er á tveimur hæðum með inngangi frá Nýlendugötunni. Komið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi og þaðan inn i hol. Úr
holi er stigagangur sem áður tengdi við kjallara hússins en er i dag nýttur sem litið þvottahús.
Stofur eru tvær, rúmgoð setustofa og borðstofa með tengingu við eldhusið.
Eldhusið er með eldri, snyrtilegri innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél og góðum borðkrók. Gluggar eldhússins snúa út á Mýrargötu.
Úr holi er gengið upp nýlega teppalagðan stiga á efri hæðina. Þar eru 2 svefnherbergi í dag, annað með rúmgóðum eldri fataskáp. Opið alrými með sjónvarpsholi var aður 3ja svefnherbergið að
hluta og einfalt að breyta þvi til baka. Baðherbergi er með sturtuklefa og nettri innréttingu, mögulegt er að tengja þvottavél a baðherbergi.
Gólfefni a húsinu eru parket a stofum og eldhúsi á neðri hæð og herbergjum og alrými efri hæðar. Flisar eru á forstofu og baðherbergi.
Í kjallara hússins er auka íbúð með sérinngangi (frá Mýrargötu). Hún hefur ekki fulla lofthæð, utan vinnuherbergis/svefnherbergis. Í kjallaraíbúðinni er forstofa, stofa, eldhús og
vinnuherbergi/svefnhbergi ásamt baðherbergi með sturtu og tengi fyrir þvottavel/þurrkara.
Húsið var tölvuert endurnýjað og endurbætt á árunum 1997-2000 m.a. var það einangrað aftur og klætt og bárujárnið málað fyrir ca 4 árum. Járn á þaki var einnig
endurnýjað a svipuðum tima sem og gluggar og gler á neðri hæð aðalhæðar. Áður eða ca 1990 höfðu gluggar á kvistum verið lagaðir og endurnýjaðir sem og gluggar i kjallara og efri hæð aðalhæðar.
Þvi virðist gluggar og gler almennt i ágætu ástandi fyrir utan glugga á vesturgafli – en þar er einfalt gler. Gluggar þarfnast málunar að utanverðu.
Samþykktar teikningar frá 1992 sýna svalir út frá efri hæð hússins og útgang á þær frá vesturgafli.
Húsið stendur a eignarlóð og er byggingaréttur skv. núgildandi aðalskipulagi um Mýrargötu – Slippsvæði sjá nánar á slóðinni; www.reykjavik.is 
 
Þetta er bjart og fallegt hús í hjarta Vesturborgarinnar – tilvalið fyrir fjölskyldufólk eða til rekstrar fyrir ferðamenn vegna staðsetningar.
 
Allar upplýsingar um eignina gefur Þóra Birgis. 7772882 eða á
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2.  Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sjá tilboðsgögn

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
163 m2
HERBERGI
6 herb.
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1932
LYFTA
Nei
BILSKUR
NEI

Skilaboð hafa verið send.