Bárugata 11 - 101 Reykjavík (Miðbær)
Atvinnuhús/ Hótel / Gistiheimili
15  herb.
455  m2
Tilboð

Borg fasteignasala kynnir: Til sölu hlýlegt og fallegt hótel í hjarta Reykjavíkur, að Bárugötu 11. Hótel Hilda er 15 herbergja “boutique” hótel, í sérstaklega fallegu steinhúsi sem byggt var árið 1931 en hefur verið endurnýjað og innréttað á mjög smekklegan hátt. Húsið er þrjár hæðir og kjallari, reisulegt og fallegt í rólegu umhverfi í göngufæri við miðbæ Reykjavíkur, það stendur á eignarlóð.
Eigandi óskar eftir tilboðum.  

 
Nánari lýsing:
Hótel Hilda er staðsett við Bárugötu 11 í rólegu og fallegu umhverfi, í göngufæri við miðbæ Reykjavíkur og helstu kennileiti miðborgarinnar. Hótelið er með leyfi fyrir 15 herbergjum sem öll eru vel skipulögð og með sér baðherbergi. Þau eru fallega innréttuð með vönduðum gólfefnum og innréttingum ásamt öllum helstu þægindum.
Á fyrstu hæð er aðal-inngangur í húsið, móttaka, skrifstofa, fjögur herbergi og gestasnyrting. 
Í kjallara eru 4 herbergi auk þess eldhús-morgunverðarsalur, þar eru tveir inngangar, annar þar sem gengið er út á verönd með glerskála sem nýta má sem kaffi og morgunverðaraðstöðu. 
Á annari hæð eru fimm herbergi og  í risi eru tvö herbergi sem bæði eru með svölum og fallegu útsýni. 

Í kjallara  er salur fyrir morgunverð, lítið eldhús/aðstaða til undirbúnings og útgengi út í einstaklega fallegan og afgirtan garð og út í  garðhýsi (25 fm) sem ekki eru inni í skráðri fermetratölu hússins en nýtist sem góð viðbót á góðviðrisdögum.
Í húsinu er nýleg lyfta er í húsinu á milli allra hæða. Umhverfið er sérstaklega rólegt og heimilislegt, enda að mestu venjuleg heimili allt um kring.

Herbergjaskipan- öll með sér baðherbergi
  • 1 einsmanns herbergi
  • 2 þriggja manna herbergi
  • 12 tveggja manna herbergi

Til hliðar við húsið er hús ( 44,7 fm.)  sem áður var bílskúr, en það hefur verið innréttað sem skrifstofa og þvottahús fyrir hótelið, möguleiki er að breyta því einni í gistirými á kostnað þvottahússins.
Húsið stendur framarlega á lóðinni og er sérstaklega fallegur garður fyrir aftan það sem gefur hótelinu persónulegt og notalegt yfirbragð.
 
Staðsetning Hótel Hildu er sérstalega góð með ferðamenn í huga, enda stutt í alla þjónustu og einfalt að ganga niður í miðbæinn á veitingastaði, söfn eða aðra áhugaverða staði í henni Reykjavík. Sjón er sögu ríkari, bókið skoðun.

Húsið er í rekstri einkahlutafélags með starfsleyfi í miðbæ Reykjavíkur sem erfitt er að fá ný-úthlutuð í dag. 
 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.  Vill BORG fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Allar nánari upplýsingar veita: 

Gunnlaugur Þráinsson, löggiltur fasteignasali í síma 844 6447 eða [email protected]
Þóra Birgisdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 777-2882 eða [email protected]
Úlfar Þór Davíðsson löggiltur fasteignasali í síma: 788-9030/ [email protected]  
  
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sjá kauptilboðsgögn
 
 

TEGUND
Atvinnuhús
STÆRÐ
455 m2
HERBERGI
15 herb.
Stofur
0
Svefnherbergi
15
Baðherbergi
16
Inngangur
Sér
Byggingaár
1931
LYFTA
BILSKUR
NEI

Skilaboð hafa verið send.