Cafe riis - 510 Hólmavík
Atvinnuhús
4  herb.
590  m2
50.000.000


Borg fasteignasala kynnir Veitingahúsið Café Riis á Hólmavík í Strandabyggð.

Hér er á ferðinni einstakt tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á veitingarekstri á svæði sem er enn í miklum vexti hvað varðar fjölgun ferðamanna og uppbyggingu innviða. 

Um ræðir sölu reksturs og fasteigna.  Í dag er megin reksturinn (veitingahús) í  322,9 fm húsi við Hafnarbraut 38 í hjarta Hólmavíkur og einnig 267,9 fm húsi við Brekkugötu 4 (Bragginn) sem er fjölnota salur/hús. Samtals um 590 fm.

Aðalbyggingin (Café Riis) er skipt í þrjá sali, aðalsal (gamla búðin), salur nr 2 (pakkhús) og koníaksstofu á efri bæð. Barir eru í öllum sölum, einstaklega vel búnir og skreyttir sér útskornum bjálkum sem gefur húsinu einstakan karakter.
Fullkomið eldhús er á fyrstu hæðinni. Í kjallara er gott geymslurými góðir kælar og frystar.

Salirnir tveir, Pakkhúsið og Gamla búðin geta rúmað allt að 100 manns í sæti.
Gamla búðin: er sérlega fallegt bjart og fallegt rými búið vönduðum borðum og stólum, bar er fyrir miðju salsins, rúmar um 60 í sæti. Tvær snyrtingar eru á þessari hæð.
Pakkhúsið: gengið er niður úr aðalsalnum niður í pakkhúsið sem er ekki síður vandaður. Mikil lofthæð, vandaður útskorinn stigi og bar gefa þessu rými mikinn karakter. Útgengt er út á stóran pall úr pakkhúsinu sem hægt er að nýta á góðviðrisdögum. Þessi salur rúmar um 40 manns í sæti. Tvær snyrtingar eru á þessari hæð.
Á efstu hæð hússins er koníaksstofan. Mjög skemmtilegt rými sem bíður upp á marga möguleika. Vel búinn sófum og sófaborðum. 

Árið 1996 var ráðist í miklar endurbætur á gamla Riis-húsinu eins og það var kallað, með það að markmiði að stofnsetja eitt af veglegustu veitingahúsum á vestfjörðum sem var gert. Mikil áhersla var lögð á að halda upprunarlegu útliti hússins og karkatera. Mjög vel tókst til við þessa uppgerð hússins.
Á gólfi eru gólfborð sem unnin eru úr rekavið frá Ströndum, skreytingar og útskurður sem hafa tilvísanir til galdrasögu strandamanna. Sjón er söguríkari.
 
Bragginn stendur við Brekkugötu 4. Húsið er skráð 267,9 fm. Síðustu ár hefur eignin fengið ýmis hlutverk, tónleika og veislusalur, þar hefur leikfélagið fengið athvarf og svo framvegis.Vel búið borðum og stólum en þar einnig að finna vel búið eldhús.
 


Allar upplýsingar um eignina veitir Héðinn B Ásbjörnsson lögg. fasteignasali 8484806 eða á [email protected]  
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% ( 1,6% lögaðili ) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

TEGUND
Atvinnuhús
STÆRÐ
590 m2
HERBERGI
4 herb.
Stofur
1
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1896
LYFTA
Nei
BILSKUR
NEI

Skilaboð hafa verið send.