Álfheimar 3 - 104 Reykjavík (Vogar)
Fjölbýli
4  herb.
92  m2
42.000.000

Fasteignasalan Borg kynnir bjarta og fallega 4ra herbergja rishæð í Álfheimum. Glæsilegt útsýni. Skv. Þjóðskrá er eignin skrá alls 92,9 fm, þar af sér geymsla 5,2 fm. Um er að ræða rishæðina í 4 íbúða húsi.

Nánari lýsing; Eikarparket er á allri íbúðinni utan baðherbergis. Stigagangur er snyrtilegur en sameiginlegur með annari íbúð. Úr honum er einnig gengið niður í kjallara þar sem er rúmgóð sér geymsla og sameiginlegt þvottahús. Þegar komið er upp á efsta stigapall er gengið inní íbúðina. Komið er inní rúmgott hol. Allar aðrar vistaverur íbúðarinnar tengjast holinu. Glæsileg stofa sem rúmar vel borðstofuborð og sófasett. Fínt  hjónaherbergi með skápum og annað rúmgott herbergi. Þriðja herbergið er lítið en hentar vel fyrir skrifstofu eða ungt barn. Eldhús er með hvítri innréttingu og grárri borðplötu. Parket á gólfi. Baðherbergi er flísalagt. í hólf og gólf. Tengi fyrir þvottavél er þar þó íbúðin eigi líka stæði fyrir þvottavél í hinu sameiginlega þvottahúsi.   Stórar og glæsilegar suðursvalir liggja út frá hjónaherbergi. 

Fyrri eigandi íbúðarinnar var iðnaðarmaður og snyrtimenni og ber íbúðin þess glögg merki. Þó innréttingar séu ekki nýjar þá líta þær vel út og eru í mjög góðu ásigkomulagi.  Útsýni íbúðarinnar er stórskemmtilegt og stórir gluggar gefa góða birtu inní íbúðina. 

Þetta er mjög spennandi eign. Stutt er í alla helstu þjónustu. Grunnskóli í 100 metra fjarlægð og Laugardalurinn innan seilingar. 

Ágæt lóð er umhverfis húsið en húsið þarfnast lagfæringar að utan, en ekki liggja fyrir samþykktar framkvæmdir.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill BORG fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
 

Nánari upplýsingar:  

Börkur Hrafnsson, löggiltur fasteignasali í síma 832-8844 eða [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.000,-

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
92 m2
HERBERGI
4 herb.
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1960
LYFTA
Nei
BILSKUR
NEI

Skilaboð hafa verið send.