Byggðarholt 2 - 270 Mosfellsbær
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
7  herb.
228  m2
84.900.000

Borg Fasteignsala kynnir einstaklega fallegt og fjölskylduvænt einbýlishús í grónu umhverfi í Mosfellsbænum.
Húsið sem er skráð skv. Fasteignamati ríkisins 228,5 fm. að stærð, hluti af því er innbyggður bílskúr sem innréttaður er sem íbúðarrými, stórt herbergi og hluti af stofu auk fallegrar sólstofu. Fasteignamat ársins 2019 er kr. 78.450.000,-
Nánari lýsing; Forstofa er flísalögð – hefur verið byggð fram til að sameina betur húsið sjálft og bílskúr.
Komið er inn í hol/gang fyrir miðju  húsinu – á vinstri hönd eru svefnherbergi, eldhús og stofa en á hægri hönd er stórt herbergi, stofa, vinnurými á efri hæð og skemmtileg viðbygging sem byggð er yfir pall með venjulegu þaki.
Stofa og eldhús eru í opnu alrými með gólfsíðum gluggum bæði í norður/suður út í gróinn og skjólgóðan garð. Eldhús var nýlega endurnýjað með opinni innréttingu, eyju og skemmtilegu samverusvæði.
Svefnherbergi eru 4 skv. teikningu en eru í raun 6; Rúmgott hjónaherbergi, 2 barnaherbergi þar sem annað er notað sem geymlsa/búr. Rúmgott unglingaherbergi, herbergi sem nú er nýtt sem leikherbergi/samverurými en er merkt sem stofa á teikningum auk þess sem gott herbergi er þar sem bílskúr var teiknaður, þar er hurð út í garð og góð lofthæð, inn af þessu herbergi er geymsla. Samveru rými eru opin og góð í þessu húsi – annarsvegar eldhús/stofu rými og hinsvegar stofa og skáli í hinum enda hússins. Þar er falleg setustofa og viðbygging byggð yfir pall út í garðinn með góðu þaki og þéttum gluggum. Í skálanum er heitur pottur og borðstofu svæði þar sem rými er fyrir 8-10 manns auðveldlega. Yfir setustofunni er upptekið loft og auka rými sem ekki kemur fram í birtum fermetratölu en þar er skrifstofuaðstaða.
Baðherbergi í aðalrými er sjarmerandi með niðurfelldu baðkari (að hluta ofan í gólf) og innréttingu. Í mið-rými hússins er baðherbergi/þvottahús með sturtu aðstöðu, mögulegt að fara í gegnum það rými að heitum potti í skála.
Þetta er einstaklega fallegt hús þar sem náttúran spilar sterkt með upplifun inni í húsinu. Lóðin sjálf er stór, hornlóð (936 fm) gróin og skjólgóð með pöllum umhverfis. Glerskáli er í horni lóðarinnar – í dag nýttur sem hjólageymsla.
Aðkoma að húsinu er góð – bílastæði rúmar auðveldlega 3-4 bíla.
 Húsið virðist í góðu ástandi, nýlega málað að utan og þak yfirfarið sumarið 2018.
Mosfellsbær er fjölskylduvænt samfélag og þar er margt skemmtilegt að finna svo sem yfirlit yfir leikvelli sýnir. Stutt er í Lágafellssundlaug, falleg útivistarsvæði og  verslun og þjónustu.

Allar upplýsingar um eignina gefur Þóra Birgis. 7772882 eða á [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá nánar upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sjá tilboðsgögn.

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
228 m2
HERBERGI
7 herb.
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1976
LYFTA
Nei
BILSKUR
NEI

Skilaboð hafa verið send.