Veghús 31 - 112 Reykjavík (Grafarvogur)
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3  herb.
105  m2
38.900.000

Borg fasteignasala kynnir: Mjög góð 3ja herbergja íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi með húsverði, myndavéladyrasíma og stæði í lokaðri bílageymslu. Frábær staðsetning í Grafarvogi, stutt í stofnbrautir og alla helstu þjónustu s.s. skóla, leikskóla, heilsugæslu, Spöngina, Egilshöllina, Sundlaug Grafarvogs, Íþróttamiðstöðina Dalhúsum, göngu- og hjólaleiðir. 

Nánari lýsing: Eignin skiptist í gang/hol, stofu, borðstofu. eldhús, baðherbergi, hjónaherbergi, barnaherbergi og þvottahús. Geymsla er á hæðinni við hlið íbúðar. 

Komið er inn í gang/hol með fatahengi og myndavéladyrasíma, þar er möguleiki á vinnuaðstöðu. Úr holi er farið í önnur rými íbúðar.  Eldhúsið er hálf opið með hvítri innréttingu, dökkum nýjum parket harðflísum á gólfi og rúmgóðum borðkrók/borðstofu. Nýlegur bakarofn, helluborð og uppþvottavél sem fylgir með. Innaf eldhúsi er þvottahús. Stofan er opin og björt með parketi á gólfi og útgengi á góðar svalir í suðurvestur. Herbergin eru tvö. Hjónaherbergið er rúmgott með góðum skápum og parketi á gólfi. Barnaherbergið er með skáp og parketi á gólfi. Baðherbergið er með dúk á gólfi, baðkari, flísum í kringum baðkar og hvítri innréttingu. Gólfefni íbúðar eru parket, parket harðflísar og dúkur. 
Sér geymsla er á hæðinni við íbúðina og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er í sameign á jarðhæð. 
Stæði í lokaðri bílageymslu fylgir eigninni og er það innangengt í stigaganginn. 
Húsvörður er í eigninni sem sér um daglegan rekstur í samvinnu við stjórn húsfélagsins. 
Nýlegir ofnar eru í íbúðinni, skipt var um þá árið 2014. Verið er að mála húsið að utan, nú sumarið 2018. 

Hér er góð 3ja herbergja íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi. Þar sem er húsvörður og stæði í bílageymslu á þessum vinsæla stað í Grafarvogi.  

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill BORG fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Allar nánari upplýsingar veitir; 
Böðvar Sigurbjörnsson, löggiltur fasteignasali í síma 660-4777 eða [email protected]
Gunnlaugur Þráinsson, löggiltur fasteignasali í síma 844 6447 eða [email protected]
 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.000,-
 

 

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
105 m2
HERBERGI
3 herb.
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1991
LYFTA
BILSKUR

Skilaboð hafa verið send.