Sogavegur 220 - 108 Reykjavík (Austurbær)
Fjölbýli/ Tvíbýli
6  herb.
183  m2
72.500.000

Borg fasteignasala kynnir: Glæsileg rúmgóð og vel skipulögð 183.4 fm efri sérhæð með tvöföldum bílskúr á þessum frábæra stað í smáíbúðarhverfinu. Fjölskylduvæn, björt og glæsieg efri hæð í tvíbýlishúsi, gróinn snyrtilegur suður-garður.

Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er heildarstærð 183.4 fm og skiptist í 137.9 fm íbúð, efri hæð er stærri að gólffleti þar sem að hluti er undir súð, tvöfaldur bílskúr er 45.5 fm., sem er byggður 2011. Valmaþak á húseign.
Eign skiptist í: Forstofu, hol/gang, gestabaðherbergi, stofu, borðstofu, sjónvarpsstofu, eldhús, stigi uppá efri hæð, pallur,
þrjú svefnherbergi, aðalbaðherbergi, geymsla, sameiginlegt þvottaherbergi, tvöfaldur bílskúr.

Nánari lýsing á eign: Forstofa með fatahengi og úr forstofu er gengið niður í sameiginlegt þvottaherbergi og hitainntaksrými, eins er sérinngangur utanfrá í þvottaherbergi. 
Hol/gangur þaðan sem gengið er í önnur rými eignar. 
Gestabaðherbergi með vask og er gluggi á baðherbergi. 
Rúmgóð og björt stofa sem rennur saman við borðstofu og svo er auka stofa/herbergi innaf stofurými. 
Eldhús er rúmgott með gluggum á tvo vegu, snyrtileg eldhúsinnrétting með efri og neðri skápum og er nokkuð gott skápapláss, gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp í innréttingu. 
Steyptur stigi er upp á efri hæð og er stór gluggi þar sem gefur góða birtu inn í gang. 
Komið er uppá pall þaðan sem gengið er í önnur rými efri hæðar. 
Rúmgott aðalbaðherbergi með baðkari, snyrtilegri innréttingu í kringum vask, vegghengt klósett. 
Þrjú rúmgóð svefnherbergi með fataskápum og er útgengi á rúmgóðar suður-svalir úr hjónaherbergi. 
Lítil geymsla er á efri hæð undir súð. 
Sameiginlegt þvottaherbergi er í kjallara og er sérinngangur í kjallara. 
Gólfefni: Parket, dúkur, flísar og teppi á gólfum eignar. 
Tvöfaldur rúmgóður bílskúr sem er byggður 2011, tvær rafdrifnar hurðar, heitt og kalt vatn, klósett, gólfhiti, geymsluloft er yfir hluta af bílskúr. 
Þessi bílskúr er draumur bíla- og útivistarfólks. Góð aðkoma er frá Leynigerði.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.  Vill BORG fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Nánari upplýsingar:
Gunnlaugur Þráinsson, löggiltur fasteignasali í síma 844 6447eða [email protected] 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.000,-
 

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
183 m2
HERBERGI
6 herb.
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1962
LYFTA
Nei
BILSKUR

Skilaboð hafa verið send.