Hafnargata 9 - 825 Stokkseyri
Atvinnuhús/ Hótel / Gistiheimili
0  herb.
3106  m2
Tilboð

Borg fasteignasala 519-5500 kynnir tækifæri fyrir aðila í ferðaþjónustu eða aðra fjárfesta. Til sölu rekstur og húsnæði að Hafnargötu 9, Stokkseyri.
Um er að ræða fasteign með nokkrum eignarhlutum samtals að stærð 3.106,7 fermetrar á tveimur til þremur hæðum. Rekstur er í hluta af húsnæðinu og fylgir hann. 
Tækifæri fyrir aðila í ferðaþjónustu að bæta við vöruúrvalið í fasteign á ört vaxandi markaðssvæði. 

Stutt er í stórbrotna náttúru og húsið staðsett við fjörukambinn. 

Húsnæðið hýsir eftirtalda starfsemi.

Álfasafnið 

Icelandic Wonders er um 1.200 fermetra safn tileinkað, álfum, tröllum og norðurljósum. Safn þetta er staðsett á Stokkseyri sem er í um 70 km fjarlægð frá Reykjavík (ca.klst akstur). Safn þetta er á neðstu hæðinni í Menningarhúsinu og við hliðina á safninu er hinn vinsæli humarstaður Við Fjöruborðið.  

Draugasetrið

Draugasetrið er staðsett á þriðju hæð Menningarverstöðvarinnar á Stokkseyri. Gestir safnsins fá að kynnast nokkrum af frægustu draugum íslandssögunnar og upplifa sögurnar um þá í 1000fm völundarhúsi. Hver gestur fær lítinn iPod sem inniheldur 24 rammíslenskar draugasögur og inní safninu sjálfu eru 24 herbergi. Á draugabarnum situr Brennivínsdraugurinn uppi í einu horninu og fylgist með gestum og gangandi.
Ferð í gegnum Draugasetrið er allt í senn fróðleg, skemmtileg og óvænt. Þar hefur verið lagt í mikla vinnu við hugmydaríka hönnun, sagnfræði og tæknilega útfærslu. Vísað er í margskonar draugatrú, en sérstakan sess skipar Kampholtsmóri sem svo er nefndur eftir þeim bæ sem hann var síðast kenndur við, en upphaflega hét hann Skerflóðsmóri eftir þeim stað sem hann varð úti á seint á 18. öld.Art Hostel 

Art Hostel er í sjávarþorpinu Stokkseyri. Í boði er víðáttumikið útsýni yfir Heklu og Eyjafjallajökul.
Herbergin eru öll með ókeypis Wi-Fi Interneti.
Tvö herbergi eru með sér baðherbergi og eldhúsaðstöðu. Önnur herbergi eru með sameiginlegt baðherbergi og salernisaðstöðu.
Veitingastaður, Draugasetrið og Norðurljósasafnið eru staðsett í næsta húsi og kajaka leiga í 500 metra fjarlægð. Miðbær Reykjavíkur og Reykjavíkurflugvöllur eru innan við 60 mínútna akstursfjarlægð.

Minni salurinn er 198 fm að stærð og er veitingaaðstaða í salnum með kaffikönnum, bakaraofni, uppþvottavél, kæliskáp og leirtaui fyrir allt að 150 manns. Þar er einnig útgengt á svalir  með útsýni yfir hafið og 2 kolagrillum. Salurinn er bjartur og snyrtilegur.
Stærri salurinn er um 536 fm og er stórt svið í enda salarins sem hægt er að nota fyrir allskyns uppákomur. Gott rými er á bak við sviðið. Á einum veggnum er
sýningin “Brennið þið vitar” eftir listamanninn Elfar Guðna. Listaverkið er 30 fm
málverk sem sýnir Ísland og meðfram standlengjunni eru ljós sem sýna alla vita
landsins.


Gisting í sölunum
Art Hostel býður upp á svefnpokagistingu í tveimur sölum við hliðina á
Draugasetrinu. Þetta er frábær staðsetning þar sem stutt er í fjölbreytta afþreyingu. Í sölunum er eldunaraðstaða með tilheyrandi borðbúnaði og stór verönd með grillaðstöðu. Upplagt er að leigja salina til að gista í fyrir litla og stóra hópa, eins og t.d. skólahópa, íþróttafélög, starfsmannafélög og fleira.
Gistileyfi fyrir allt að 250 manns er í sölunum en fólk þarf að koma með dýnur og svefnpoka. Sturtuaðstaða er í húsinu.

  Heimasíða fyrir Art Hostel
 http://www.arthostel.is/?lang=is

Ásamt ofantöldum matshlutum eru þessir eignarhlutum eru matshlutar á jarðhæð sem skiptast eftirfarandi:

01-0114 Skilgreint sem Vélaverkstæði í Fasteignaskrá. Er í dag nýtt sem geymsluhúsnæði og lager með innkeyrsluhurð. 
01-0115 Skilgreint sem Vinnustofa. 
01-0116 Sklgreint sem Vinnustofa. Er í dag fokhelt alrými með steyptri plötu og íbúðar aðstöðu inn af því. Þessi matshluti þarfnast standsetningar. 


Nánari upplýsingar veitir Brandur Gunnarsson löggiltur fasteignasali-löggiltur leigumiðlari  í síma 897-1401 [email protected]  hjá BORG fasteignasölu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði 

TEGUND
Atvinnuhús
STÆRÐ
3106 m2
HERBERGI
0 herb.
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1971
LYFTA
Nei
BILSKUR
NEI

Skilaboð hafa verið send.