Einarsnes 64 - 101 Reykjavík (Miðbær)
Einbýli
6  herb.
256  m2
89.900.000
Opið hús: 17. nóvember 2018 kl. 14:00 til 14:30.

Opið hús: Einarsnes 64, 101 Reykjavík. Eignin verður sýnd laugardaginn 17. nóvember 2018 milli kl. 14:00 og kl. 14:30.

Borg fasteignasala kynnir mikið endurnýjað og ákaflega huggulegt timburhús á þremur hæðum í Einarsnesi í Skerjafirðinum. Nostrað hefur verið við húsið síðan núverandi eigendur keyptu það 2004. Skipulagi hússins var breytt þá og það endurbyggt að öllu leyti að innanverðu.  Allar breytingar, lagfæringar og viðbætur verða tíundaðar hér að neðanverðu. Húsið er skráð 256,9 fm hjá Fasteignamatinu. Inní þeim fermetrafjölda er 33 fm bílskúr og kjallarinn, þar sem lofthæð er yfir 180 cm en ekki mikið meira en það.  

Miðhæð: Komið er inná miðhæð sem er stórt opið alrými. Það skiptist í stofu, borðstofu, stórt fallegt eldhús og neðri stofu. Þessi hæð er hjarta hússins og er stórskemmtileg. Upprunalegar gólffjalir eru á allri hæðinni sem gera mikið fyrir rýmið.  Þar er einnig eina baðherbergi hússins en það er rúmgott og snyrtilegt með baðkeri. Fallegur tréstigi liggur á milli allra hæðanna þriggja. Eigendur settu hann upp 2004.

Riðhæð: Hér er komið upp stigann í lítið hol og út frá því er rúmgott hjónaherbergi og 3 rúmgóð svefnherbergi. Geymsluloft er yfir rishæðinni. Öll herbergin fjögur eru verulega góð. Timburfjalir á gólfi í stíl við fjalir aðalhæðar. 

Kjallari : Ekki er full lofthæð í kjallara ( um 180-185 cm) en ýmsir möguleikar opnir og kjallarinn getur hæglega notast sem íverurými. Sjónvarpsherbergi eða stórt unglingaherbergi. Í kjallara er þvottahús og auðvelt að útbúa annað baðherbergi.     

Saga húss og viðhalds.
Húsið er byggt úr timbri með standandi klæðningu. Kjallari er steyptur en hlaðinn að hluta. Upprunalega er húsið byggt 1930 en stækkað 1950-1955 og efri hæð byggð og kvistur á hjónaherbergi. Klæðning í góðu standi að sögn eiganda og aðeins nokkura ára þegar núverandi eigendur keyptu húsið 2004. Eigendur telja glugga almennt í nokkuð góðu standi en móða milli glerja á nokkrum stöðum á efri hæð. Sem fyrr sagði var öllu innra skipulagi húss breytt af núverandi eigendum 2004 og húsið endurnýjað að mestu. Þá var skipt um allar lagnir, heitt vatn, kalt vatn og allt rafmagn endurnýjað. Skólplögn endurnýjað útí götu. Fallegt eldhús frá 2004. Baðherbergi líka standsett þá. Timburfjalir á gólfi aðalhæðar voru slípaðar og lakkaðar og eru gullfallegar.  Árið 2006 var húsið málað að utan. Bæði veggir og gluggar. Árið 2007 var húsið drenað. Sifurlögn lögð í brunn við NA horn húss. Dælu komið fyrir í brunni sem dælir vatni í annan brunn sem liggur aðeins ofar og hefur afrennsli í holræsi. Bílskúrshurð var endurnýjuð 2010. Rafmagnshurð. Þá voru einnig allir gluggar málaðir 2010. Árið 2012 var þakjárn og pappi endurnýjaður bæði á húsi og bílskúr. Einnig voru byggðir 3 nýjir kvistir á herbergi efri hæðar. Einnig var byggt við húsið neðri stofa með útgengi út í garð. Viðbyggingin nýtist einnig sem svalir fyrir herbergi á efri hæð. Burðarþol viðbyggingar því miðað við svalir. Árið 2013 var innkeyrsla hellulögð í samstarfi við nágranna í húsi nr 66. Hitalögn sett undir innkeyrslu. Einnig lögð verönd fyrir sunnan húsið. Árið 2014 var svo húsið allt málað að utan bæði veggir og gluggar. Árið 2017 var sett aukagrein á rafmagnstöflu í bílskúr og tengill fyrir hleðslu rafbíls. 

Hér er um að ræða mikið endurnýjað hús í toppstandi. Virkilega sjarmerandi timburhús í Skerjafirðinum. 

Nánari upplýsingar:  
Úlfar Þór Davíðsson, löggiltur fasteignasali í síma 897-9030 eða [email protected]  
Börkur Hrafnsson, löggiltur fasteignasali í síma 832-8844 eða [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.000,-


 

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
256 m2
HERBERGI
6 herb.
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1931
LYFTA
Nei
BILSKUR

Skilaboð hafa verið send.