Laxatunga 50 - 270 Mosfellsbær
Raðhús/ Raðhús á tveimur hæðum
5  herb.
203  m2
Tilboð

Borg fasteignasala kynnir:
ATH. AÐEINS ÞRJÁR ÍBÚÐIR EFTIR - Laxatunga nr. 38, 42 og 50
Sérlega glæsilegt og velskipulagt raðhús að Laxatungu 50 í Mosfellsbæ.  Falleg hönnun og vandaður frágangur er grunnurinn í þessu sex herbergja raðhúsi. Á efri hæð er aukin lofthæð sem undirrstrikar sérstöðu og möguleika hússins, þar eru suðvestursvalir með einstöku útsýni. Þægileg aðkoma er að húsinu og stórt bílaplan sem hentar þessu glæsilega fjölskylduhúsi. Bókið skoðu.


Húsið afhendist rúmlega fokhelt að innan með gluggum og gleri, endanlegum frágangi á útveggjum og grófjafnaðari lóð.

Hér er eign með mikla möguleika og með auðveldum hætti má gera AUKAÍBÚÐ á neðri hæð hússins.

Samkvæmt núgildandi teikningum er gert ráð fyrir forstofu, opnu miðrými, tveim svefnherbergjum, baðherbergi, þvottahúsi, geymslu og bílskúr á neðri á neðri hæð hússins.
Stofu, borðstofu, eldhúsi, hjónaherbergi, svefnherbergi, baðherbergi og opnu miðrými á efri hæð. Útgengt á stórar 12 fermetra útsýnissvalir sem snúa í suðvestur.

FREKARI UPPLÝSINGAR:
Um er að ræða tveggja hæða raðhús við Laxatungu 50 en húsið er byggt úr forsteyptum einingum frá Einingarverksmiðjunni með dökkgráum steinsalla / veðurkápu að utan og því viðhaldslítil. Útveggjaeiningar eru 32 cm. samlokueiningar, einangrað að utan.

Birt flatarmál er alls 204,2 fm. Raðhúsið er einkar vel skipulagt, allt að sex herbergja, fjögur eða fimm svefnherbergi og ein eða tvær stofur, baðherbergi á báðum hæðum – með auðveldum hætti má gera AUKAÍBÚÐ á nerði hæð hússins.

Húsið afhendist rúmlega fokhelt að innan með gluggum og gleri, endanlegum frágangi á útveggjum og grófjafnaðari lóð.

Gólfhitalagnir eru ísteyptar á neðri hæð þar sem gert er ráð fyrir gólfhita og anhydrit-ílögn á efri hæð. Vatnslagnir eru rör í rör kerfi. Lagnir og lagnastútar komnir upp úr plötu á neðri hæð og frárennslislagnir tengdar út í brunn.

Þakið er hefðbundið sperruþak, svokallað V-þak með límtrés burðabita í loftinu og klætt með borðaklæðningu, vindpappa og aluzink bárujárni, ómálað. Þakkantur er timburkantur klæddur með liggjandi heflaðri furu 1“x 4“, bæði að framan og undir þakkanti. Rennur og niðurföll verða tengd.

Útihurð hvítmáluð tré og svalahurð er hvítmálað ál-tré. Allir gluggar eru ál-tré gluggar. Gler í gluggum er tvöfalt einangrunargler. Bílskúrshurð er úr áli, án mótors.

Lóð verður grófjöfnuð með frostfríu efni að framanverðu við bílskúr og inngang +/- 0,25 m. undir endanlegt yfirborð og mold að aftanverðu. Vert er að benda á stórt og gott bílaplan og góða aðkomu að húsunum.

Raðhúsin eru hönnuð af KRark, burðaþols-, lofræsti- og lagnateikningar eru unnar af i Víðsjá verkfræðistofu og raflagnateikningar af Umsjá verkfræðistofu.  

Kaupandi greiðir skipulagsgjald sem er 0,3% af brunabótamati, við lokaúttekt.


Nánari upplýsingar hjá Borg fasteignasölu veita:
Gunnlaugur Þráinsson, löggiltur fasteignasali í síma: 844 6447 / [email protected]
Úlfar Þór Davíðsson löggiltur fasteignasali í síma: 897-9030 / [email protected]  
Börkur Hrafnsson, löggiltur fasteignasali í síma: 832-8844 / bork[email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.000,-


 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

TEGUND
Raðhús
STÆRÐ
203 m2
HERBERGI
5 herb.
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2018
LYFTA
Nei
BILSKUR

Skilaboð hafa verið send.