Hverafold 128 - 112 Reykjavík (Grafarvogur)
Einbýli
5  herb.
192  m2
77.900.000

Borg fasteignasala kynnir : Einbýlishús að Hverafold 128, á þessum fjölskylduvæna, vinsæla og verðursæla stað í Grafarvogi. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús, stofa, eldhús og bílskur. Húsið er á pöllum og er reisulegt, garður snýr í suður og er sérstaklega skjólsæll. Stutt í leik- og grunnskóla, gönguleiðir og náttúruna.
 
Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 192 m2, þar af íbúðin 152 fermetrar og bílskur 40 fermetrar. 
Komið er inn í forstofu með fataskáp og dökkum flísum á gólfi. 
Úr forstofu er komið inn í hol með parketi á gólfi og stórum fataskáp. 
Á hægri hönd er flísalagt baðherbergi með innréttingu og sturtu, hvítar flísar á veggjum og dökkar á gólfi.
Holið er miðja hússins, þaðan er opið inn í eldhús, niður í stofu og upp í herbergin. 
Eldhúsinnréttingin er dökk, í miðju eldhússins er eyja sem er hvítlökkuð með eldavél og vask. Borðplötur eru hvítar.
Eldhús og borðkrókur eru í opnu rými, þar er fallegur gluggi til suðurs og útgengi til austurs út í garð, þar sem er pallur með möguleika á sólhúsi.   
Stofan er rúmgóð með parketi og útgengi út á suður verönd og garðinn.
Á efri hæð eru þrjú herbergi og baðherbergi.
Hjónaherbergið er rúmgott með fataskápum og svo eru tvö barnaherbergi. Parket er á herbergjum.
Baðherbergi er með innréttingu, baðkari og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara.
Frá palli við hjónaherbergi er útgengi út á rúmgóðar suðursvalir, útsýnissvalir.
Bílskúrinn er skráður 40 fermetrar. Búið er að stúka af herbergi í bílskúrnum og skiptist hann í dag í herbergi og geymslu. Undir bílskúrnum er geymslukjallari sem er upphitaður og geymsluloft yfir bílskúr sem er kalt.
Bílaplanið er með hitalögn. Garðurinn er stór, afgirtur og einstaklega skjólsæll. 
 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill BORG fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Hverafoldin er vinsæl gata, einstaklega skjól- og veðursæl, staðsett niður við Grafarvoginn. Hverfið er fjölskylduvænt með afbrigðum, stutt í leik- og grunnskóla, íþróttasvæði og gönguleiðir um allt með góðri tenging við náttúruna.
 
Nánari upplýsingar hjá Borg fasteignasölu veita:
Gunnlaugur Þráinsson, löggiltur fasteignasali í síma: 844 6447 / [email protected]
Úlfar Þór Davíðsson löggiltur fasteignasali í síma: 897-9030 / [email protected]  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.000,-
 
 

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
192 m2
HERBERGI
5 herb.
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1985
LYFTA
Nei
BILSKUR

Skilaboð hafa verið send.