Skipholt 11-13, - 105 Reykjavík (Austurbær)
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
2  herb.
76  m2
42.900.000

Borg fasteignasala kynnir : Glæsileg og nýleg 2ja herbergja íbúð í lyftuhúsi við Skipholt 11-13. Íbúð 307 er á 3. Hæð með sérinngangi af svölu. Rúmgóðar suðursvalir, stór geymsla á jarðhæð og frábær staðsetning í miðborginni. Glæsilegar innréttingar og vandaður frágangur, harðparket á stofu, gangi og herbergi, en flísalagt baðherbergi í hólf og gólf.  
 
Nánari lýsing:
Samkvæmt skráningu hjá Þjóðskrá Íslands er íbúðin samtals 76,2 fm þar af er geymsla á jarðhæð 7 fm.
Skipholt 11-13 var endurbyggt árið 2015 og íbúðarhæðum var bætt ofan á húsið.
Íbúðin skiptast í forstofu og inn af henni er gangur, mikið skápapláss og vinnuborð í innréttingu. Stofa og eldhús eru í einu rúmgóðu rými sem snýr í suður og þar er útgengi út á rúmgóðar suðursvalir. Glæsilegt eldhús með miklu skápaplássi, innfelldri lýsingu undir skápum og öll raftæki fylgja (helluborð, vifta, uppþvottavél). 
Baðherbergi er vandað og flísalagt, góðri innréttingu og upphengt salerni. Sturtuklefi með glervegg og innbyggðum tækjum. Handklæðaofn og aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.
Hjónaherbergi með rúmgóðum fataskápum. Á öllum gólfum nema á baðherbergi er harðparket.
Á jarðhæð er sér geymsla sem er 7,0 fm.
Stór sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.

Glæsileg og vönduð íbúð á besta stað í Reykjavík. Stutt er í verslun og þjónustu en Bónus verslun er á jarðhæð hússins og miðbærinn í göngufæri.
 
Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veita :
Gunnlaugur Þráinsson, löggiltur fasteignasali í síma 844 6447 eða [email protected]
Úlfar Þór Davíðsson löggiltur fasteignasali í síma: 897-9030 [email protected] hjá BORG fasteignasölu.


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.000,-
 

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
76 m2
HERBERGI
2 herb.
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1968
LYFTA
BILSKUR
NEI

Skilaboð hafa verið send.