Logaland 23 - 108 Reykjavík (Austurbær)
Raðhús/ Raðhús á tveimur hæðum
6  herb.
228  m2
79.900.000

Borg Fasteignasala kynnir gott og töluvert endurnýjað raðhús í Fossvoginum. Húsið er laust til afhendingar við kaupsamning.
Eignin er samtals 228,7 fm. og skiptist í íbúðarhluta 203,1 fm. og 25,6 fm. bílskúr skv. skrá Fasteignamats ríkisins.

Húsið sem var byggt árið 1971 er á tveimur hæðum með tvo innganga, bílskúr,  garð og svalir mót suðri.
Húsið skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, opið hol, eldhús,  stofu og herbergi á efri hæð en á neðri hæð eru nú 3 rúmgóð herbergi, baðherbergi, þvottahús og hol auk forstofu með sér inngangi á neðri hæð.
Nánari lýsing;  Komið er inn í flísalagða forstofu en þaðan er komið inn í opið hol sem tengist eldhúsi/borðstofu og stofunni. Gestasnyrting með nýlegu salerni.
Eldhús er með ljósri innréttingu, eyju og miklu skápaplássi og góðu vinnurými/bekkplássi. Gluggar meðfram eldhúsinu gefa góða birtu inn í húsið.
Herbergi með skáp er næst forstofu.
Stofan er opin og falleg með uppteknu lofti og gluggum meðfram suðurhlið og svölum – gott útsýni yfir Fossvoginn og Kópavog.
Neðri hæð; 2 rúmgóð herbergi (áður 3) eru strax þegar komið er niður steyptan stiga. Hjónaherbergi er með skápum með rennihurðum og hurð út á verönd og út í skjólgóðan garð mót suðri.
Barnaherbergi (aður 2) er rúmgott og bjart.
Gengið er niður 2 þrep en þar er hol, stórt baðherbergi með baðkari, upphengdu salerni og innréttingu (rými fyrir sturtu).
Gott herbergi strax til hliðar við inngang á neðri hæð er hentugt sem unglingaherbergi eða skrifstofa.
Þvottahús er flísalagt með innréttingu og glugga með opnanlegu fagi, inn af því er geymsla með hillum.
Á efri hæð er parket á stofu, eldhúsi og holi, hvíttuð eik, forstofa og gestasnyrting eru flísalögð.
Á neðri hæð er parket á herbergjum og holi (ljóst), flísar á baðherbergi.
Bílskúrinn er 25,6 fm. í bílskúrslengju með góðri aðkomu.
 
Allar upplýsingar um eignina gefur Þóra Birgisdóttir 7772882 eða á [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt  kr. 50.000,- nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sjá tilboðsgögn

TEGUND
Raðhús
STÆRÐ
228 m2
HERBERGI
6 herb.
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1971
LYFTA
Nei
BILSKUR

Skilaboð hafa verið send.