Brávallagata 18 - 101 Reykjavík (Miðbær)
Fjölbýli
3  herb.
97  m2
49.900.000

Borg fasteignasala kynnir: Þriggja herbergja bjarta og fallega íbúð á 1. hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi á sérlega eftirsóttum stað á Brávallagötu 18  í Vesturbæ Reykjavíkur. Rúmgóð íbúð í horni hússins, tvö svefnherbergi og svalir til austurs. Í göngufæri við miðborgina, skóla á öllum stigum og alla þjónustu.

Smelltu hér til að fá sent söluyfirlit strax


  
Skv. Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 97,5 fm, þar af 3,1 fm geymsla í sameign. 
Nánari lýsing; Snyrtileg sameign með aðkomu frá Brávallagötu og einnig inn í garði sem afmarkast af húsum við Brávallagötu, Ásvallagötu og Ljósvallagötu, sérstaklega heimilislegt og „Reykjavíkurlegt“ umhverfi. 
Íbúðin tekur á móti manni með holi, þar er fataskápur, baðherbergi og geymsla á hægri hönd. Á móti herbergi og stofa, í enda er eldhús og hjónaherbergi.  Eldhús er með fallegri eikar innréttingu, harðplast borðplötum og fallegum glugga út í garðinn. Í dag er stofan, sem er mjög rúmgóð nýtt sem stofa og borðstofa. Opið er á milli í herbergið með skilrúmi, sem getur einnig  nýst sem borðstofa. Hjónaherbergið er rúmgott með fataskáp, þar er fallegur gluggi og útgengi út á austur svalir sem snúa út í garðinn. Baðherbergið er snyrtilegt, flísalagt í hólf og gólf með gráum flísum, ljósum á veggjum og dekkri á gólfi. Sturtuklefi og ljós innrétting. Gólfefni íbúðar er ljóst eikarparket á öllum gólfum nema á baðherbergi.  Sameign er snyrtileg, sér geymsla, hjólageymsla og sameiginlegt þvottahús. 
 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill BORG fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
 
Glæsileg þriggja herbergja íbúð á vinsælum stað í Vesturbæ Reykjavíkur, stutt í alla þjónustu, skóla á öllum stigum og miðborgina.

Nánari upplýsingar: 
Úlfar Þór Davíðsson löggiltur fasteignasali í síma: 897-9030 / [email protected] og
Gunnlaugur Þráinsson, löggiltur fasteignasali í síma 844 6447eða [email protected]  hjá BORG fasteignasölu.


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði 
 

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
97 m2
HERBERGI
3 herb.
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1949
LYFTA
Nei
BILSKUR
NEI

Skilaboð hafa verið send.