Hrauntunga 46 - 200 Kópavogur
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
7  herb.
318  m2
93.500.000

Fasteignasalan Borg kynnir stórt og glæsilegt fjölskylduhús í hjarta Kópavogs. Húsið er á tveimur hæðum. Skv. Þjóðskrá Íslands er eignin skráð alls 318,9 fm. Góð aukaíbúð.  Unnið hefur verið að endurbótum á húsinu. Efri hæð skilast án gólfefna og loftklæðngar. Búið er að standsetja íbúð á neðri hæð á snyrtilegan hátt og er hún strax tilbúin til notkunar. Á efri hæð geta kaupendur gert eigin ráðstafanir varðandi ljós, gólfefni og hvernig loftið á efri hæð mun líta út. 

Efri hæð : Komið er inn í forstofu. Þaðan er gengið inní stórt hol/miðrými sem tengir aðrar vistarverur efri hæðar saman.  Úr holi er gengið inní svefnherbergisálmu. Þar er sjónvarpsrými, hjónaherbergi og 2 svefnherbergi en voru upphaflega 3. Mjög auðvelt að breyta aftur. Fyrir framan álmuna er stórt baðherbergi sem tengist holi. Ljósgrænar flísar á veggjum og dökkar á gólfi. Baðkar og hvít innrétting. Holið sem er opið ínní borðstofu og svo mjög stóra og glæsilega stofu. Gengið er útí garð úr stofu og borðstofu, en frá henni liggur sólskáli og stigi niður í port. Fallegur arinn er staðsettur á milli borðstofu og stofu. Eldhús er við borðstofu og er með hvítri innréttingu. Lítur vel út.  Úr holi er líka gengið niður á neðri hæð. 

Neðri hæð : Er komið er niður stiga þá eru miklar geymslur og þvottahús á hægri hönd. Til vinstri er komið inní íbúðarhluta neðri hæðar. Hér er tilbúin nýstandsett rúmgóð séríbúð. Gott hjónaherbergi. Stór og björt stofa. Lítið upprunalegt eldhús og gott baðherbergi með hvítum flísum á veggjum og dökkum á gólfi. Góður sturtuklefi.  Stofan er björt og falleg og úr henni er gengið inní mjög stóran nýlegan garðskála. Garðskálinn myndi nýtast vel sem forstofa og inngangur inní séríbúð.   

Bílskúr er 24,9 fm. og er hellulagt stæði fyrir framan hann. í bakgarði er pallur og afgirt port.  

Sumir gluggar hússins eru komnir til ára sinna en skipt hefur verið um aðra. Að sögn eiganda hefur verið skipt um rafmagn í eldhúsi og skólplagnir betrumbættar frá byggingu hússins. Lagnir hafa verið myndaðar og virðast í góðu lagi. Þak hússins er í góðu standi og er nýlegt, en skipt var um það fyrir um 10 árum síðan. Mjög smekklegt. Nú er búið að endurbæta loftið á allri efri hæð að innan, setja nýja ull á þakið innanvert. Húsinu verður skilað þannig. Þá getur nýr eigandi ráðið hvernig ljós og plötur hann kýs að hafa í loftinu. Þá verður húsinu skilað án gólfefna nema að flísar eru á baðherbergjum. 

Nú eru yfirstaðnar endurbætur á húsinu utanverðu. Búið er að klæða austurgaflinn allan til að verja húsið fyrir veðrum. Einnig smá múrviðgerðir og málun.

Húsið hefur verið endurbætt fyrir 10 milljónir og er í mjög góði standi fyrir utan suma af gluggum hússins.  

Um er að ræða mjög gott fjölskylduhús á besta stað í Kópavogi. Einstakt tækifæri að kaupa stórt fjölskylduhús og velja gólfefni, lýsingu og útlit lofts í stíl við gólfefni. 

Nánari upplýsingar:  
Börkur Hrafnsson, löggiltur fasteignasali í síma 832-8844 eða [email protected]
Úlfar Þór Davíðsson, löggiltur fasteignasali í síma 788-9030 eða [email protected]  
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.000,- 

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
318 m2
HERBERGI
7 herb.
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1965
LYFTA
Nei
BILSKUR

Skilaboð hafa verið send.