Krókamýri 80b - 210 Garðabær
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4  herb.
101  m2
49.900.000

Borg fasteignasala kynnir: Mjög góð og vel staðsett fjörurra herbergja íbúð á efri hæð í litlu fjölbýli að Krókamýri 80b. Íbúðin er björt og rúmgóð, samtals 101,6 fm að stærð.
Sérinngangur og þrjú svefnherbergi ásamt rúmgóðri stofu með útgengi út á suður svalir.
Ath. til afhendingar í Apríl nk. 


Nánari lýsing: 
Krókamýri 80b, íbúð 202 er fjögurraherbergja íbúð á efri hæð í litlu fjölbýlishúsi þar sem eru 8 íbúðir, 4 í hvorum stigagangi merktum Krókamýri 80a og 80b. Sérinngangur af svölum er í þessu snyrtilega fjölbýli, lóð frágengin og aðgengi gott, miðsvæðis í Garðabæ, við skóla og útivistarsvæði.
 
Komið er í flísalagða forstofu  með skáp. Þaðan er svo komið í parketlagt hol. Beint áfram er stór og björt stofa og borðstofa með útgangi út á svalir, parket á gólfi. Til hægri frá holi er parketlagt  svefnherbergi með skáp og þar við hliðina er geymsla með hillum. 
Til vinstri frá holi er eldhús og herbergishol með tveimur svefnherbergjum og baðherbergi. Eldhúsið er með snyrtilegri innréttingu, parketi á gólfi og hornglugga. 
Svefnherbergin tvö eru parketlögð og með skápum og baðherbergið er flísalagt með baðkari, skápum og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara. 
Á jarðhæð er sameiginleg geymsla sem allir íbúar hafa aðgang og not að. 
Björt og skemmtileg íbúð á vinsælum og fjölskylduvænum stað í Garðabæ.
Garður er sameiginlegur. Íbúðin er staðsett við Hofsstaðaskóla og Fjölbrautaskóla Garðabæjar og útivistarsvæði, þar eru gönguleiðir til allra átta. 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill BORG fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
 

Nánari upplýsingar veitia:
Gunnlaugur Þráinsson, löggiltur fasteignasali í síma: 844 6447 / [email protected] eða Héðinn B Ásbjörnsson lögg. fasteignasali 8484806 eða á [email protected]

 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði 


 

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
101 m2
HERBERGI
4 herb.
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1995
LYFTA
Nei
BILSKUR
NEI

Skilaboð hafa verið send.