Jakasel 5 - 109 Reykjavík
Fjölbýli/ Parhús á tveimur hæðum
9  herb.
223  m2
79.900.000

Borg Fasteignasala kynnir töluvert endurnýjað parhús á góðum í stað í Seljahverfinu.
Um er að ræða 223,9 fm. steinsteypt parhús þar af er 22,8 fm. sérstæður bílskúr með stórri gryfju undir – sem ekki er inni í fm. tölu.
Nánari lýsing; Komið er inn á aðalhæðina sem var algjörlega endurnýjuð árið 2017, gólfefni, innréttingar og innihurðir, eldhús og baðherbergi.
Forsofa er flísalögð með fataskáp. Holið opnast inn í stofu / eldhús / alrými en þaðan er gengið upp á efri hæð og niður í kjallara.
Eldhús er með fallegri innréttingu með innfelldum ísskáp, uppþvottavél, span-helluborði og góðu skápa og bekkplássi, niðurfelldum vaski með
vönduðum blöndunartækjum. Þar eru gluggar á tvo vegu og góður borðkrókur.
Stofan er björt og rúmgóð fyrir bæði setustofu og borðstofu, stórir gluggar og svalahurð út á verönd og pall. Gestasnyrting er flísalögð með
upphengdu salerni og nettri innréttingu.
Á hæðinni er herbergi með glugga sem hefur verið nýtt sem skrifstofa en getur einnig verið svefnherbergi.
Á milli hæða er steyptur stigi með kókosteppi. 
Á efri hæðinni eru 3 herbergi, baðherbergi og gott sjónvarpshol.
Hjónaherbergi með fataskápum og hurð út á svalir (vestur).
Barnaherbegi eru tvö – annað með nýlegum góðum skápum
Baðherbergi er flísalagt með sérstæðum sturtuklefa og baðkari, innréttingu og upphengdu salerni, gluggi er með opnanlegu fagi.
Á neðstu hæð hússins eru tvö mjög rúmgóð svefnherbergi, bæði eru með gluggum og skápum.
Þar er einnig gott þvottahús, flísalagt og með hentugum innréttingum og nýlegum, hlöðnum sturtuklefa. Í kjallara er einnig geymsla.
Í risi er stórt geymsluloft sem er notað í dag sem leiksvæði fyrir börn. Þar er einnig mikið geymslupláss og er þetta svæði ekki inni í fm tölu.
Bílskúrinn er snyrtilegur, málaður að innan með hita og rafmagni og gluggum í enda. Undir bílskúrnum er góð gryfja með nýtingarmöguleika sem geymsla eða vinnurými.
Húsið er í góðu ástandi – skipt hefur verið um flesta ofna og nokkra glugga, einnig þakrennur að hluta. Húsið stendur á góðum stað innarlega í botnlanga með góðri
aðkomu, bílastæði við húsið og gestastæðum. Góð aðkoma er að húsinu – stór pallur mót suðri er afar sólríkur og skjólgóður.
Lóðin er 774 fm. og vel skipulögð. 
Stutt er í alla þjónustu, Krónan í göngufæri, skólar og leikskólar og grænt svæði með skíðabrekku í næsta nágrenni.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Þóra Birgisdóttir í s. 777-2882  eða [email protected]

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
223 m2
HERBERGI
9 herb.
Stofur
2
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1987
LYFTA
Nei
BILSKUR

Skilaboð hafa verið send.