Engjaþing 23 - 203 Kópavogur
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4  herb.
176  m2
67.900.000

Borg fasteignasala s. 519-5500 kynnir nýtt í einkasölu: fallega 178,5 fm fjögurra herbergja íbúð með sérinngangi ásamt bílskúr við Engjaþing, 203 Kópavogi.

Vel staðsett í botnlanga á afar friðsælum stað með grænt svæði fyrir aftan húsið og fallegt útsýni til austurs yfir Bláfjöllin.

Eignin er skráð 176,9 fm. þar af er bílskúr 39,4 fm.

Nánari lýsing:
Komið er inn í flísalagða forstofu með fataskápum.
Hol er bjart og opnast inn í rúmgott alrými með eldhúsi með eikarinnréttingu og eyju með ljósum náttúrustein á bekkplötum, eldhústæki eru AEG fyrir utan innbyggða uppþvottavél frá Siemens. Við eldhúsið er gott rými fyrir borðstofu/eldhúsborð og gluggar á tvo vegu sem tryggja góða birtu í rýmið. Stofan er einnig rúmgóð og björt  og rúmar vel bæði borðstofu og setustofu/sjónvarpshol. Gengið er út á rúmgóðar svalir frá borðstofu en þær snúa í suður og eru afar skjólgóðar.
Á svefnherbergisgangi eru 3 herbergi; Hjónaherbergi með góðum skápum og svölum í n-austur. Barnaherbergi eru 2  annað 10,7 fm. og hitt 11,8 fm. - bæði með skápum.
Baðherbergi sem er rúmgott er flísalagt í hólf og gólf með gólfhita, þar er baðkar og hlaðinn sturtuklefi, innrétting með granítplötu og góður spegill.
Þvottahús er innan íbúðarinnar, flísalagt með vaski og ágætri aðstöðu fyrir þvotta og snúrur.
Innréttingar og skápar eru með eikar spón, allar bekkplötur og glugga áfellur eru ljós náttúrusteinn.

Bílskúr er stór eða alls 47 fm. þar sem gert er ráð fyrir geymslu inn er nú hluti af stóru opnu rými. Bílskúrinn er með heit og kalt vatn, slitsterkt epoxí efni á gólfum.

Staðsetning og nærumhverfi: Þægileg og barnvæn staðsetning, mjög stutt göngufæri í leikskóla, verslun og barnaskóla. Stutt er í fallegar gönguleiðir við Elliðavatn, Heiðmörk og Guðmundarlund.
   
 
Allar upplýsingar um eignina veitir Þóra Birgisdóttir lögg. fasteignasali 777-2772 eða á [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% ( 1,6% lögaðili ) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - misjafnt milli lánastofnana - nánari upplýsingar má m.a. finna á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
176 m2
HERBERGI
4 herb.
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2008
LYFTA
Nei
BILSKUR

Skilaboð hafa verið send.