Flétturimi 26 - 112 Reykjavík (Grafarvogur)
Fjölbýli
4  herb.
102  m2
44.900.000

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN. OPNU HÚSI ER AFLÝST.


Borg Fasteignasala kynnir: Falleg endaíbúð með 3 svefnherbergjum og suður-svölum við Flétturima. Sér stæði í bílaskýli undir húsi fylgir. 

Íbúðin er á 1 hæð og er með nýlegu hvíttuðu harðparketi og eldhúsinnréttingu. Þvottahús inni í íbúð.


Anddyri: Parket á gólfi og gott skápapláss.
Eldhús: Eldhúsið var endurnýjað fyrir um 2 árum. Milliveggir voru teknir niður og eldhúsið opnað inn í stofu. Hvít IKEA innrétting með grárri borðplötu. Gott skápapláss.
Stofa: Stofan er opin inn í eldhúsið. Úr stofunni er gengið út á rúmgóðar suður-svalir sem eru flísalagðar.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi og fataskápar.
Svefnherbergi: Tvö svefnherbergi með parketi á gólfi.
Baðherbergi: Dökkar flísar á gólfi og ljósar flísar á veggjum. Baðkar með sturtugleri. Viðarinnrétting.
Þvottahús: Gegnt eldhúsinu er lítið þvottahús með dúk á gólfi og hillum.
Geymsla: Sér geymsla er í kjallara.
Bílskýli: Undir íbúðinni að vestan er sér bílastæði undir húsinu. Hægt er að ganga að stigagangi frá býlskýlum.

Húsið var málað árið 2016 og í vor var skipt um nokkrar rúður í íbúðinni.

Upplýsingar veitir Davíð Ólafsson lög.fast. í síma 897 1533 eða [email protected]

 

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
102 m2
HERBERGI
4 herb.
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1995
LYFTA
Nei
BILSKUR
NEI

Skilaboð hafa verið send.