Álfhólsvegur 95 - 200 Kópavogur
Fjölbýli/ Þríbýli
4  herb.
106  m2
44.900.000

Borg Fasteignsala kynnir nýtt í einkasölu bjarta og mjög vel skipulagða 3-4 herbergja íbúð á jarðhæð með sér inngangi – frábæru útsýni til norðurs og vesturs miðsvæðis í Kópavogi.
Íbúðin sem er skráð 3j herbergja er vel skipulögð og rúmgóð en bætt hefur verið við 3ja herberginu á kostnað stofu- auðvelt að breyta til baka. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, eldhús, 2 rúmgóð svefnherbergi auk lítils, auka herbergis, stofu og baðherbergis, auk 2ja geymslna.
Frábær staðsetning miðsvæðis í Kópavogi – stutt í skóla, leikskóla, verslanir og almenningssamgöngur. Íbúðin getur verið laus fljótlega.
Allar upplýsingar um eignina gefur Þóra Birgis. 7772882 eða á [email protected]
Húsið sálft er steypt þríbýlishús  frá 1962 sem stendur í austurbæ Kópavogs í hlíðinni með útsýni yfir til Reykjavíkur, Öskjuhlíð og til vesturs.
 
Nánari lýsing; Sér inngangur í íbúðina opnast inn í forstofu með fatahengi.
Frá forstofu er gengið inn í sameign, þvottahús og geymslur.
Opið hol tengir vistarverur íbúðarinnar saman.  Það opnast inn í stofu sem er með góðum glugga til vesturs og öðrum til norðurs – en hann er nú hluti 3ja svefnherberisins.
Eldhús er með góðri innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél og góðum borðkrók. Veggur sem skilur eldhús og stofu/hol er léttur og mætti opna.
Svefnherbergi eru 2-3, 2 rúmgóð herbergi, annað með skápum. Auk þess hefur hluti stofu verið stúkaður af með léttum vegg ofan á gólfefni – auðvelt að fella vegg og opna aftur.
Baðherbergi er flísalagt með sturtu.
Garður er lokaður og fallegur og er í sameign – en fyrir framan eldhús þessarar íbúðar er nýlegur, lokaður pallur sem tilheyrir íbúðinni.
 
Íbúðinni fylgja tvær geymslur, lítil geymsla undir stiga í sameign auk þess sem köld geymsla við inngang í húsið tilheyrir.
Í sameign er rúmgott þvottahús þar sem hver íbúð hefur sína vél.
 
Þetta er fjölskylduvæn eign á frábærum stað í Kópavogi, göngufjarlægð er í skóla, leikskóla og sundlaug og íþróttahús og stutt er í verslun, þjónustu og almenningssamgöngur.
 
Allar upplýsingar um eignina gefur Þóra Birgis. 7772882 eða á [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá nánar upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sjá tilboðsgögn.

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
106 m2
HERBERGI
4 herb.
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1962
LYFTA
Nei
BILSKUR
NEI

Skilaboð hafa verið send.