Illagil 21 - 801 Selfoss
Sumarhús
5  herb.
211  m2
Tilboð

Opið hús í dag þriðjudaginn 20. ágúst frá kl;16-18:00 ef innhringihliðið er lokað, hringið í eigandan, Lárus (8933475)

Borg fasteignasala 
kynnir stórglæsilegan 211 fermetra  heilsársbústað við Illagil á Þingvöllum.

Eigandinn skoðar uppítöku á húsnæði á höfuðborgarvæðinu.

Um það bil 35 mín akstur frá höfuðborgarsvæðinu (Nesjavallaleið)

Húsið er skráð 211 fm en þar fyrir utan eru yfirbyggðar svalir og heiturpottur als um 24 fm. Svefnpláss fyrir 8 með góðu móti.


Nánari lýsing: Húsið sem er timburhús sem stendur á stórum steinsteyptum grunni með stórri innkeyrsluhurð. Húsið stendur á gróinni 7600 fermetra eignarlóð. 

Efri hæð:
Stofan er opin og björt og með mikla lofthæð. Úr henni er gengt út á stórar svalir/pall sem er yfirbyggður með þakskyggni að hluta. Í miðju rými stofunnar er kamína. 
Eldhús er búið vandaðri innréttingu gott borð- og skúffupláss.
Svefnherbergin eru 3, björt og í nokkuð góðri stærð. 
Svefnloft, (ca 25 fm) úr alrými er stigi upp á loft sem er yfir hluta hússins það rými er notað sem sjónvarpsherbergi í dag. Góð lofthæð en undir súð að hluta. 
Baðherbergi er flísalagt á gólfi, búið sturtuklefa, lítilli innréttingu og upphengdu salerni.
Parket er á öllu rýminu og panill á veggjum og lofti.
Í utan á húsinu öryggismyndavélakerfi sem tekur upp allan sólahringinn.

Innbú fylgir ef þess er óskað.

Neðri hæð:
Húsið stendur á steinsteyptum grunni sem er fullvaxinn bílskúr með góðri loft hæð (um 3 m) hlaupaköttur í lofti. Gólfið er flísalagt. Snyrting er á neðri hæð. Frábær dótakassi. 

Húsið er vel einangrað með gólfhita og með varmadælu.

Lóð er gróin og stendur sér og heitur pottur er í jarðri lóðar og er yfirbyggður.  Húsið er á lokuðu sumarbústaðarsvæði s.s með innhringihliði

Að utan lítur húsið vel út stendur í grónu fallegu landi. Sérlega góð aðkoma næg bílastæði.  Þinglýst réttindi varðandi aðkomu að þingvallavatni í Hestvík


Relator Borg introduces for sale 3 bedroom, 211 square meters house on two levels in a gated summerhouse area.
Three bedrooms, kitchen, livingroom, launch, bathroom and a big garage that is located on the first level. The bathroom has a shower, and there is a Jacuzzi outside. The living-room is spacious and bright, comes with a fire place and the view is excellent over mountains and the national park. The bedrooms are three equipped with six beds. There is a small launch on the upper level over part of the main building used today as a tv room. The garage is big and well equipped. The house is located in a private area with a locked gate and not near any other houses so privacy to relax is maximized at this property. The nearest area is suitable for hikes and walks. For more information contact: Héðinn B Ásbjörnsson on phone +354 848 4806 or by email: [email protected]

.
Allar upplýsingar um eignina veitir Héðinn B Ásbjörnsson lögg. fasteignasali 8484806 eða á [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% ( 1,6% lögaðili ) af heildarfasteignamati.2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

TEGUND
Sumarhús
STÆRÐ
211 m2
HERBERGI
5 herb.
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2009
LYFTA
Nei
BILSKUR
NEI

Skilaboð hafa verið send.