Þingvað 5 - 110 Reykjavík (Árbær)
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
4  herb.
230  m2
109.000.000

Borg fasteignasala kynnir: Glæsilegt einbýlishús á einni hæð við Þingvað í Norðlingaholti. Gott fjölskyldu hús með glæsilegri verönd, hellulögðu plani, afgirtum garði, stór bílskúr, fjögur svefnherbergi, rúmgott fjölskyldurými í miðju hússins, eldhús og rúmgóðar stofur í opnu rými. Gólfhiti er í húsinu.

Smella hér til að fá sent söluyfirlit.

 
Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 230,8 fm en þar af er bílskúr 40,6 fm. 
NÁNARI LÝSING: Um er að ræða glæsilegt einbýlishús á einni hæð, með bílskúr í hinu fjölskylduvæna hverfi Reykjavíkur, Norðlingaholti. 
Andyrið er rúmgott, þar til hægri er rúmgott herbergi með fataskápum, fatahengi og gestasnyrting. Eldhús, borðstofa og stofa eru í einu opnu rými, þar er aukin lofthæð eða um 4 metrar, annars er aukin lofthæð í öllu húsinu. Úr opnu rými eldhúss og stofu eru útgengi út á skjólgóða suðurverönd. Í miðju hússins er rúmgott fjölskyldurými, út frá því eru tvö barnaherbergi.  Hjónaherbergið er rúmgott með fataherbergi innaf. Aðal baðherbergið er með baðkari, sturtuklefa og góðri innréttingu.
Innangengt er í bílskúr og þvottahús.  Bílskúrinn er rúmgóður með stórri rafdrifinni hurð. Á öllum gólfum eru steinflísar.
Eldhúsinnrétting er nýleg eða frá árinu 2018. Innréttingar eru frá HTH og hurðar eru allar sérsmíðaðar og eru 250 cm á hæð og meter á breidd.
Umhverfis húsið er vegleg girðing og steyptur veggur á lóðamörkum.
Í húsinu eru innbyggð ljós í loftum. Það er varmaskiptir fyrir allt neysluvatn í húsinu.
Í bílaplani er snjóbræðslulögn, við steinvegg á lóðarmörkum er niðurfall fyrir “hjóla-þvottaplan”. Að sorptunnum og blómakerjum er búið að leggja fyrir rafmagni.
Fyrir liggur heimild til að byggja 50 fm ofaná húsið.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill BORG fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
 
Nánari upplýsingar veita:
Gunnlaugur Þráinsson, löggiltur fasteignasali í síma: 844 6447/ [email protected]
Úlfar Þór Davíðsson, löggiltur fasteignasali í síma: 897-9030/ [email protected]  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali. 
3. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.000,-
 
 

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
230 m2
HERBERGI
4 herb.
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2008
LYFTA
Nei
BILSKUR

Skilaboð hafa verið send.