Haukanes 11 - 210 Garðabær
Einbýli/ Einbýlishús á þremur hæðum
8  herb.
482  m2
Tilboð

Borg  Fasteignsala kynnir nýtt í einkasölu reisulegt,  vandað og vel hannað einbýlishús á Arnarnesinu.
Allar upplýsingar um eignina gefur Þóra Birgis. 777-2882 eða á [email protected]

Um er að ræða staðsteypt einbýlishús á 3 hæðum frá árinu 1981. Húsið er vel skipulagt fjölskylduhús með auka íbúð á jarðhæðinni, rúmgóðan tvöfaldan bílskúr, 6 herbergi, 3 stofur, 3 baðherbergi, rúmgott eldhús, þvottahús og einstaklega fallegan og vel hirtan garð.
Nánari lýsing;
Forstofa  er rúmgóð með fallegum náttúruflísum. Frá forstofu er inngangur í íbúð sem er á 1. hæðinni – en einnig er möguleiki á inngangi í þau rými frá holi og stigagangi fyrir miðju húsinu.
Rúmgott fataherbergi er á vinstri hönd frá forstofu, það er flísalagt. Innangengt er í bílskúr frá fataherberginu.
Veglegur, steyptur, stigi er í frá holi fyrir miðju húsinu – hann kemur upp á aðalhæðina og opnast í miðrými með gluggum bæði til norðurs og út í garð til suðurs. Gengið er út í garð um hurð mót suðri og út á svalir meðfram framhlið hússins mót norð-vestri. Stofurnar eru tvær í vestari enda hússins, rúmgóð setustofa með mikið lofthæð yfir hluta og glæsilegum gluggum til norðurs og vesturs með góðu útsýni. Heldur minni stofa er með  veglegum arni og gluggum til suðurs. Rennihurð er milli þessara stofa og auðvelt að tengja þær - eða loka alveg.
Gengið er út á pall með góðum skjólveggjum næst húsinu sem er nánast eins og framlenging af stofurýminu.
Stór og vegleg borðstofa er með góðu útsýni til norðurs er einnig með mikilli lofthæð að hluta og fallegum gluggum. Hún liggur næst eldhúsinu.
Eldhús er rúmgott og notalegt fjölskyldurými með góðum borðkrók, innréttingu úr eik og góðu skápa- borðplássi. Næst eldhúsinu er rúmgott þvottahús/búr.
Tvö rúmgóð herbergi eru á hæðinni (13,4 og 15,4 fm.). Baðherbergi er með steinflísum, baðkari og sturtu og innréttingu með eikaráferð.
Á efstu hæðinni er hjónasvíta með sérsmíðuðum skápum sem ná að hluta til undir súðina og nýta pláss vel ásamt veglegu baðherbergi með innréttingu og sturtuklefa, og hins vegar  er 20 fm. bókaherbergi sem er fallega innréttað með gluggum til vesturs. Miðhlutinn nýtur lofthæðar með þakglugga sem veitir góða birtu inn í miðrýmið.
Íbúð á 1. hæð; Um er að ræða rúmgóða íbúð með stóru, opnu alrými (áður 2 svefnherbergi), eldhúsi fyrir enda alrýmis og geymslu þar fyrir innan. Baðherbergi er tvískipt, sér rými fyrir sturtu og salerni en vaskur og nett innrétting er fyrir framan. Gert er ráð fyrir Sauna-herbergi inn af þessu svæði. Svefnherbergi og stórt opið rými tilheyra einnig íbúðinni.
Þessu skipulagi er auðvelt að breyta og nýta hluta (svo sem svefnherbergi og stóra rýmið) sem hluta aðal íbúðar – og minnka þannig auka íbúðina – eða nýta allt húsið sem eina heild.
Bílskúrinn er 55,9 fm. rúmgóður tvöfaldur bílskúr með tveimur bílskúrshurðum, gluggum og ágætu vinnurými til hliðar, gönguhurð út í garð á austurhlið.
Húsið hefur fengið afar gott viðhald og er garðurinn í góðri rækt og allt umhverfi til fyrirmyndar.
 
Allar upplýsingar um eignina gefur Þóra Birgis. 777-2882 eða á [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er misjafnt - nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sjá tilboðsgögn
 

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
482 m2
HERBERGI
8 herb.
Stofur
3
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1981
LYFTA
Nei
BILSKUR

Skilaboð hafa verið send.