Jaðarleiti 2 - 103 Reykjavík (Kringlan/Hvassal)
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
4  herb.
110  m2
64.900.000

Borg fasteignasala 519-5500 kynnir til sölu glæsilega íbúð í nýlegu húsi byggðu 2018 í nútímalegu íbúðahverfi á einum besta stað í borginni. Efstaleitið er sannkallað miðborgarhverfi í göngufæri við helstu verslunar og þjónustukjarna borgarinnar falleg útivistarsvæði.
Efstaleitið er alveg miðsvæðis í borginni. Stutt er að sækja alla grunnþjónustu; skóla, frístund, heilsugæslu, félagsstarf eldri borgara í Hvassaleiti og verslanir. Kringlan er í næsta nágrenni með yfir 180 verslanir og þjónustuaðila. Veitingastaðir, kaffihús, leikhús og kvikmyndahús eru í göngufæri ásamt líkamsræktarstöð.

Smella hér til að fá sent söluyfirlit strax

Nánari lýsing;


Um er að ræða íbúð á 2. hæð til austurs og suðurs. Gott útsýni.  íbúðin skiptist í alrými, þ.e. stofu, borðstofu og eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi, og 6.4 m² svalir til suðurs með útsýni. Íbúðinni fylgir sérgeymsla í kjallara merkt 0017. 
Birt flatarmál íbúðar er 101.0 m² og geymslu 9.0 m² eða alls 110.0 m². 


Stofa og borðstofa eru í björtu alrými, gengið út á suður-svalir frá stofu, gott útsýni. Eldhús er með fallegri GKS innréttingu og flísum á gólfi. Innaf eldhúsi er þvottahús með vask, flísar á gólfi. Baðherbergi er flísalagt hólf í gólf,sturtuklefi úr hertu gleri og vönduð blöndunartæki. Eldhús-, bað-, svefnherbergis- og forstofuskápar eru í sama lit og áferð. Þrjú góð svefnherbergi eru í íbúðinni, hjónherbergi með góðu skápaplássi og annað barnaherbergið með skápum. Gólfefni íbúðar er vandað fallegt harðparket og flísar. 
Rut Káradóttir innanhússarkitekt sá um að velja saman efni og liti á innréttingum, flísum og borðplötum. 

Nánari upplýsingar: Úlfar Þór Davíðsson löggiltur fasteignasali í síma: 788-9030/ [email protected]  hjá BORG fasteignasölu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði 

 

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
110 m2
HERBERGI
4 herb.
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2018
LYFTA
BILSKUR
NEI

Skilaboð hafa verið send.