Gnoðarvogur 50 - 104 Reykjavík (Vogar)
Fjölbýli/ Fjórbýli
4  herb.
152  m2
68.900.000

Borg Fasteignasala kynnir mikið endurnýjaða og glæsilega sérhæð með bílskúr vel staðsetta í Vogahverfinu.
Um er að ræða 5-6 herbergja íbúð í steinsteyptu fjórbýlishúsi frá 1957 með suður svölum, grónum garði og bílskúr. Eignin skiptist í; Opið hol/alrými með sjónvarpsstofu, eldhús og stofu í öðru opnu rými, svefnherbergisgang með 3 svefnherbergjum, fataherbergi og baðherbergi auk þess sem eigninni fylgja 2 geymslur, bílskúr og sameiginlegt þvottahús.

 Nánari lýsing; Forstofa er opin og björt með glugga sem tryggir  góða birtu inn í rýmið og rúmgóðum fataskáp.
Opin og björt sjónvarpsstofa sem gæti auðveldlega nýst sem rúm gott svefnherbergi. Alrými tengir sjónvarpsstofu við rúmgóða stofu og opið og glæsilegt eldhús. Gluggar eru á alrýminu á þrjá vegu sem tryggir gott flæði birtu inn í eignina.
Eldhús var endurhannað með fallegri hvítri innréttingu með náttúrusteini á borðum. Mikið skúffu og skápapláss, tækjaskápur, innfelldur ísskápur og span helluborð. Eldhúsið er mjög rúmgott, en eyja fyrir miðju rýminu tengir saman eldhús og borðstofu.
Stofan er opin og björt með gluggum til suðurs. Gengið er út á svalir frá stofu sem snýr að grónum garði.
Á svefnherbergisgangi er hjónaherbergi með útgengi út á svalir til austurs, tvö barnaherbergi ásamt fataherbergi.  
Baðherbergi hefur verið endurnýjað, er flísalagt með sturtuklefa, innréttingu, skápum, upphengdu salerni og gluggum með opnanlegu fagi.
Eigninni fylgja tvær rúmgóðar geymslur í sameign, önnur upphituð en hin köld.
Í sameign er snyrtilegt, sameiginlegt þvottahús þar sem hver íbúð hefur tengi fyrir sína þvottavél og sameiginlegar þvottasnúrur.
Bílskúrinn er 22,3 fm að stærð með hita og rafmagni. Gott bílastæði fyrir framan bílskúrinn tilheyrir eigninni.
Íbúðin hefur nánast öll verið endurnýjuð á síðastliðnum tveimur árum. Nýtt eldhús og eldhústæki, skipt var um öll gólfefni og nýtt rafmagn dregið í íbúðina. Þá var skipulagi breytt að hluta (sjónvarpsstofa opnuð og fataherbergi innréttað.
Þetta er einstaklega góð staðsetning í rólegu hverfi, stutt í helstu náttúruperlur Reykjavíkur svo sem Laugardalinn og Elliðaárdalurinn, skóli leikskólar og framhaldsskóli í göngufjarlægð.  

Húsið – ytra birði hefur fengið töluvert viðhald á undanförnum árum.
  • Gluggar íbúðarinnar hafa allir verið endurnýjaðir, árið 2019 voru plastgluggar settir í alla austurhlið.
  • Húsið var sprungulagað og múrviðgert 2017 og 2018
  • Skipt var um skólplagnir 2016
  • Vatnsgrind hefur verið endunýjuð
  • Rafmagnstafla endurnýjuð
  • Sameign endurnýjuð
  • Stétt að framan hefur verið endurnýjað ásamt tröppum.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Þóra Birgis í síma 777-2882 eða [email protected]
 

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
152 m2
HERBERGI
4 herb.
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1957
LYFTA
Nei
BILSKUR

Skilaboð hafa verið send.