Sogavegur 156 - 108 Reykjavík (Austurbær)
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
8  herb.
265  m2
96.900.000

Borg fasteignasala kynnir: Glæsilegt fjölskylduhús að Sogavegi 156, einbýlishús á tveimur hæðum með afgirtum garði og rúmgóðum bílskúr, 6 herbergi, 2 stofur á neðri hæð og fjölskyldurými á efri hæð. Mjög góð eign á þessum frábæra stað í Bústaðahverfinu, þar sem stutt er í skóla og alla helstu þjónustu.

Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er heildarstærð hússins 265,0 fm og skiptist í 206,8 fm íbúð, bílskúr og geymslu sem er 58,2 fm.

Nánari lýsing:  
Á neðri hæð er forstofa, hol, gestasnyrting, tvö herbergi, stofa, borðstofa, eldhús og þvottahús.
Á efri hæð eru þrjú herbergi og hjónaherbergi með sér snyrtingu, aðalbaðherbergi og fjölskyldurými/sólskáli .
Komið er inn í hol og út frá því er gestasnyrting, forstofuherbergi, rúmgott herbergi, eldhús, borðstofa, stofa og stigi upp á efri hæð. 
Borðstofa og stofan eru rúmgóðar, úr stofu er útgengi á verönd.
Eldhúsinnréttingin er með ljósri viðaráferð og sprautulökkuð. Korkur er á gólfi og innangengt í þvottahús þar sem er bakdyra inngangur.
Veglegur stigi er upp á bjarta efri hæð, komið er í fjölskyldurými/sólskála og þaðan gengið út á suðursvalir.
Nú í sumar var endurnýjað ilplastið í sólskálanum.
Á aðalbaðherbergi er handklæðaofn, baðkar, sturta og hvítlökkuð innrétting. Hvítlakkaður panell í lofti, fallegur kvistgluggi og flísalagt með hvítum flísum. 
Hjónaherbergið er rúmgott með sér snyrtingu og sturtu, þar eru fataskápar. Einnig eru þrjú rúmgóð svefnherbergi.
Gólfefni: Parket, flísar í votrýmum og í sólskála.
Rúmgóður bílskúr með góðri geymslu inn af, þar er útgegni út í garð. 
Hellulögð plön fyrir framan húsið, með góðu plássi fyrir bíla. Garður er afgirtur og í góðri rækt.
Frábært fjölskylduhús með mörgum rúmgóðum herbergjum, frábær staðsetning í grónu hverfi þar sem stutt er í skóla og miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.
 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.  Vill BORG fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Nánari upplýsingar:
Gunnlaugur Þráinsson, löggiltur fasteignasali í síma 844 6447eða [email protected] og 
Úlfar Þór Davíðsson löggiltur fasteignasali í síma: 897-9030 / 519-5500 [email protected] 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.000,-
 

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
265 m2
HERBERGI
8 herb.
Stofur
2
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1944
LYFTA
Nei
BILSKUR

Skilaboð hafa verið send.