Austurberg 30 - 111 Reykjavík (Efra Breiðholt)
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
3  herb.
91  m2
37.900.000

Borg Fasteignsala kynnir afar vel skipulagða og bjarta íbúð við Austurberg í Breiðholti í næsta nágrenni við skóla, leikskóla, íþróttahús og sundlaug, framhaldsskóla auk verslana og þjónustu. Stutt er í fallegar gönguleiðir í Heiðmörk og Elliðarárdalnum 
Um er að ræða rúmgóða 3ra herbergja íbúð á annari hæð með sérinngangi af svölum í fjölbýlishúsi frá 1980. Íbúðin er skráð  91 fm. skv. skrá Fasteignamats ríkisins, þar af er íbúðin sjálf, 84,7 fm. en geymsla staðsett við hlið inngangs í íbúðina er 6,3 fm.
Nánari lýsing; Komið er inn um sér inngang í forstofu með góðum fatahengi.
Þaðan er komið inn í hol/alrými þar sem eldhús er á vinstri hönd, stofa í alrými og svefnherbergisgangur á vinstri hönd.
Eldhús er með snyrtilegri, eldri innréttingu, gluggi veitir góða birtu inn í eldhúsið, þar er tengi fyrir uppþvottavél og góður borðkrókur.
Stofan er rúmgóð og opin með gluggum sem snú í n-vestur en svalir eru meðfram þeirri hlið endilangri og gott útsýni.
Á svefnherbergisgangi eru 2 herbergi, rúmgott hjónaherbergi með fataskápum með rennihurð og gott barnaherbergi einnig með fataskáp.
Baðherbergið var gert upp árið 2017, það er flísalagt í hólf og gólf með baðkari, upphengdri sturtu og sturtuvegg, upphengt salerni, handklæðaofn og innrétting þar sem þvottavél og þurrkari eru í vinnuhæð. Gluggi með opnanlegu fagi er á baðherbergi.
 Gólfefni; forstofa og baðherbergi eru flísalögð, dúkur er á eldhúsinu og parket á stofu og herbergjum.
 Húsið er era ð hluta klætt viðhaldsfrírri klæðningu en múrfletir voru múrviðgerðir og húsið málað á heildstæðan hátt sumarið 2018-19 og lýtur mjög vel út.
 
Allar upplýsingar um eignina gefur Þóra Birgis. 7772882 eða á [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sjá tilboðsgögn,-
 
 
 

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
91 m2
HERBERGI
3 herb.
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1980
LYFTA
Nei
BILSKUR
NEI

Skilaboð hafa verið send.