Túngata 38 - 101 Reykjavík (Miðbær)
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
9  herb.
309  m2
165.000.000

Borg fasteignasala 519-5500 kynnir til sölu fallegt einbýlishús með auka íbúð/vinnustofu á vinsælum stað á horni Túngötu og Unnarsstígs.
Húsið er tvær hæðir kjallari og ris með bílskúr og vinnustofu/íbúð á baklóð. Húsið stendur á fallegri hornlóð með grasflöt og trjágróðri. Lóðin er afgirt með steyptri girðingu og hellulagðri aðkomu.
Einkabílstæði eru fyrir framan bílskúr.


Húsið skiptist í á fyrstu hæð í forstofu með teppi.  Inn af forstofu er  komið inn á bjarta stofu með gólffjölum á gólfum. Borðstofa er björt, samliggjandi með stofu. Aukinn lofthæð er á fyrstu hæðinni og fallegir listar í lofti.   
Eldhús er með hvítlakkaðri innréttingu og viðarborðplötu. Eldhús eyja er í miðrými og gólffjalir á gólffum í eldhúsi. Bókaherbergi er inn af eldhúsi með gólffjölum og inngangi úr stofu. Úr eldhúsi er flísalagður bakútgangur með gólfhita. Gestasnyrting er við útgang með flísum á gólfum og upphengdu salerni.

Efri hæðin skiptist í baðherbergi með flísum, baðkari og sturtuklefa. Tvöfaldur vaskur er og innfelld lýsing. Hjónaherbergi er rúmgott með gólffjölum á gólfi og fataherbergi inn af. Þrjú svefnherbergi eru á hæðinni, tvö með parketi/gólffjölum og eitt með teppi.
Í risi er herbergi með teppi og alrými með gólffjölum. Margvíslegir nýtingamöguleikar eru á risinu. Fallegur timburstigi er á milli hæða.

Kjallari er opið rými/þvottahús með lökkuðu gólfi og útgangi á baklóð/bílastæði. Rúmgott tómstundaherbergi er kjallara með flísum á gólfi. 

Stúdíó íbúð er fallega innréttuð, alrými með parketi á gólfum og viðar eldhúsinnréttingu. Baðherbergi er flísalagt með upphengdu salerni og sturtuklefa. Rýmið er bjart með fallegum loftgluggum.
Bílskúr er með rafmagni, heitu og köldu vatni. 

Fallegt einbýli í hjarta Reykjavíkur með alla helstu þjónustu í göngufæri. 

Nánari upplýsingar veitir Brandur Gunnarsson löggiltur fasteignasali-löggiltur leigumiðlari  í síma 897-1401 [email protected]  hjá BORG fasteignasölu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

 

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
309 m2
HERBERGI
9 herb.
Stofur
3
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1930
LYFTA
Nei
BILSKUR

Skilaboð hafa verið send.