Austurkór 65 - 203 Kópavogur
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
4  herb.
116  m2
54.900.000

Borg Fasteignasala kynnir vanda íbúð á efstu hæð í góðu fjölbýlishúsi með lyftu við Austurkór með frábæru útsýni og stórum svölum.
ÍBÚÐIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING

Inngangur í húsið snýr í austur en stofa og svalir í vestur með stórkostlegu útsýni yfir höfuðborgina, Snæfellsnesið og fjallahringinn til norðurs. 

Um er að ræða rúmgóða 4ra herbergja íbúð í fjölbýlishúsi með lyftu og sérinngangi af svölum meðútsýni til vesturs yfir borgina og opnu, grænu svæði. Íbúðin er á 4. hæð með glæsilegu útsýni.

Skipulag; Forstofa er flílsalögð með viðarinnréttingu, skáp og fatahengi. Hol sem tengir aðra vistarverur.
Opið alrými rúmar vel eldhús og stofu er rúmgott rými (35 fm). Eldhús með viðarinnréttingu (Axis) með grárri borðplötu, eldhústækjum frá Electrolux, blástursofni, hraðsuðuhelluborð og háf. Tengt fyrir uppþvottavél. Stofan er opið rými með útgengi út á stórar svalir (22 fm) mót vestri, óhindrað útsýni yfir höfuðborgina. Svefnherbergi eru 3, rúmgott hjónaherbergi og tvö barnaherbergi öll með skápum. Baðherbergi er flísalagt með baðkari og sér sturtuklefa, handklæðaofni, upphengdu wc og innréttingu. Þvottahús er sérrými næst baðherbergi, það er flísalagt með bekkplötu og vaski. Innréttingar frá Axis innréttingasmiðju, hvíttuð eik, ljúflokur á skúffum. Blöndunartæki eru frá Tengi. Eldhústæki frá Electrolux span-helluborð og blástursofn, háfur Amica.
Sameign vel frágengin með teppum á gólfi, lyftu, flísar í andyri og járnhandrið á stigum.
Í sameign er rúmgóð vagna- og hjólageymsla. Sérgeymsla þessarar íbúðar (máluð veggir og gólf) er 10 fm.
Góð aðkoma er að húsinu, bílastæði eru malbikuð með hitalögn í stéttum, lóð snyrtilega frágengin umhverfis geymslur og bílastæði. 

Upplýsingar veitir  Brandur Gunnarsson lögg. fasteignasali s. 897-1401 eða [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati, 1,6% ef um lögaðila er að ræða.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar sjá nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sjá tilboðsgögn

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
116 m2
HERBERGI
4 herb.
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2014
LYFTA
BILSKUR
NEI

Skilaboð hafa verið send.