Svarthamrar 26 - 112 Reykjavík (Grafarvogur)
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
3  herb.
92  m2
Tilboð

Borg fasteignasala kynnir: Vel skipulögð þriggja herbergja íbúð á efstu hæð að Svarthömrum 26. Sér inngangur af svölum. Mjög góð þriggja herbergja íbúð í þessu vinsæla og fjölskylduvæna hverfi Grafarvogs, þar sem stutt er í þjónustu, leik- og grunnskóla. Hægt er að skoða með stuttum fyrirvara. Hringið í Guðrúnu s. 621-2020

Eignin skiptist í tvö rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi með tengi fyrir þvottavél, eldhús, borðstofa og rúmgóð stofa með útgengi út á suður svalir. 

Áætlað fasteignamat næsta árs er 39.200.000

Komið er inn í flísalagða forstofu, þar er rúmgóður fataskápur.
Herbergin eru tvö og bæði með fataskápum, hjónaherbergið er sérstaklega rúmgott, 14,8fm með glugga til suðurs, barnaherbergið er rúmgott, 13,5fm með gluggum til norðurs og austurs.
Baðherbergið er flísalagt við baðkarið, þar er innrétting og tengi fyrir þvottavél.
Borðstofa og eldhús eru tengd, eldhúsinnrétting er hvít og beiki, ljósar borðplötur og gluggi til norðurs.
Stofan er rúmgóð með gólfsíðum glugga til suðurs og þar er útgengi út á suður svalir.
Gólfefni á stofu er parket, annars er gólfdúkur og flísar í andyri.
Lóð er sameiginleg og bílastæði eru merkt íbúðum, ásamt gestastæðum.

Eftirfarandi viðhalds framkvæmdir voru kláraðar sumarið 2018:
Múrviðgerðir ogmálning utanhúss,
Steinn og tréverk og málning á ruslageymslu.
Búið er að greiða þessar framkvæmdir að fullu af seljanda

Góð og velskipulögð íbúð í þessu vinsæla og fjölskylduvæna hverfi, þar sem stutt er í leik- og grunnskóla, þjónustu og útvist.
 
Nánari upplýsingar á skra.is:
Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er íbúðin skráð samtals: 92,4 fm.
Íbúðin er í litlu fjölbýli sem heitir Svarthamrar 12-26, þar eru átta íbúðir og er um rædd íbúð númer 26 á efstu hæð og austast í húsinu. 
Gengið er upp stigahús og inn í íbúðir frá opnum svölum.

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Antonsdóttir löggiltur fasteignasali í síma: 621-2020 / [email protected]
Gunnlaugur Þráinsson, löggiltur fasteignasali í síma: 844 6447 / [email protected] 


Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill BORG fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati. Eða 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða,50% hlut eða meira
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.000,-
 

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
92 m2
HERBERGI
3 herb.
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1988
LYFTA
Nei
BILSKUR
NEI

Skilaboð hafa verið send.