Beykidalur 10 íb. 201 - 260 Njarðvík
Fjölbýli
4  herb.
120  m2
38.900.000

Borg fasteignasala kynnir:  BÓKIÐ SKOÐUN - Beykidalur 10 í Reykjanesbæ, 4ja herbergja endaíbúð á annari hæð, sérinngangur merkt 201. Íbúðin skiptist í þrjú svefnherbergi, stofu, baðherbergi, eldhús og þvotthús/geymslu innan íbúðar. Íbúðin er vel staðsett í nýlegu hverfi Ytri Njarðvíkur í Reykjanesbæ, góð aðkoma. Húsið er byggt 2008 fallegt og fjölskylduvænt.

Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er íbúðin merkt 0201, skráð samtals: 120,6 fm, á annari hæð.

Endaíbúð er á annari hæð í fallegu fjölbýlishúsi, byggðu 2008. Húsið er steinað með ljósgrárri steiningu, þakkantur er blár og með járnhandriði. Gengið er inn af svalapalli og er sérinngangur. Sameigninleg frágengin lóð, plön malbikuð og lóð með leiktækjum fyrir unga fólkið og sérmerkt tvö bílastæði.
Komið er inn á flísalagt anddyri með fataskáp og þar á hægri hönd er flísalagt og rúmgott þvottahús sem einnig er geymsla íbúðarinnar. Millihurðin er með fallegum litlum gluggum og komið er inn í rúmgóða stofu. Eldhús, borstofa og stofa eru í björtu og rúmgóðu alrými. Úr stofu er útgengi út á svalir. Í eldhúsi eru tveir gluggar, gólfið flísalagt og innrétting sem hvítlökkuð með háglans áferð. Innbyggður ísskápur, harðplast í borðplötum, pláss fyrir uppþvottavél og flísalagt á milli innréttinga með dökkum flísum. 
Stofan er rúmgóð með útgengi út á svalir og þar er útsýni út í sameiginlegan garð sem er með leiktækjum fyrir unga fólkið. 
Á svefnherbergisgangi eru þrjú herbergi og baðherbergi. Barnaherbergin eru tvö, bæði með fataskápum. Hjónaherbergið er rúmgott með fataherbergi innaf. Baðherbergið er flísalagt með dökkum flísum, bæði gólf og veggir. Innréttingin er hvít háglans með borðplötu og vask í einni einingu, baðkar og handklæðaofn.
Gólfhiti er í íbúðinni, harðparket er á stofu, borðstofu, gangi og herbergjum. Flísar eru á anddyri, þvottahúsi/geymslu, eldhúsi og baðherbergi.
Á jarðhæð tengirými og hjólageymsla.
Glæsileg, rúmgóð og fjölskylduvæn íbúð í þessu nýlega hverfi í Reykjanesbæ.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.  Vill BORG fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Seljandi hefur ekki búið í íbúðinni og þekkir því hvorki né getur borið ábyrgð á ástandi hennar umfram það sem sjá má við venjulega sjónskoðun. Kaupendum er því bent á að kynna sér ástand eignarinnar vel og leita sér eftir atvikum aðstoðar sérfróðra manna við skoðun.

Bókið skoðu og nánari upplýsingar:
Gunnlaugur Þráinsson, löggiltur fasteignasali í síma 844-6447 eða [email protected] 
Úlfar Þór Davíðsson löggiltur fasteignasali í síma: 788-9030 [email protected] 


BORG Fasteignasala, Síðumúla 23, 108 Reykjavík

 

TEGUND
Fjölbýli
STÆRÐ
120 m2
HERBERGI
4 herb.
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2008
LYFTA
Nei
BILSKUR
NEI

Skilaboð hafa verið send.