Tunguháls 6 - 110 Reykjavík (Árbær)
Atvinnuhús/ Lager - Iðnaðarhúsnæði
10  herb.
4194  m2
Tilboð

Borg fasteignasala kynnir til sölu eða leigu heildareignin að Tunguhálsi 6 í Reykjavík. Húsið er byggt 2007 og stendur á 14.534 fermetra lóð með góðu útisvæði. Húsið er vel staðsett og stutt í stofnbrautir. Húsið hýsti áður starfssemi matvæla framleiðslu en hentar vel undir margvíslega notkun. 

Húsið skiptist í skrifstofur á fyrstu og annari hæð, starfsmannaaðstöðu, kaffistofu,  framleiðslusal og frystir með 9 m lofthæð og rekkakerfi á fyrstu hæðinni með tveimur innkeyrsluhurðum, lager, vinnslusal og verkstæði í kjallara með innkeysluhurðum. Auðvelt er að laga húsnæðið að þörfum leigutaka komi til leigusamnings. 

Lóðin er frágengin með nægum bílastæðum og malbikuðum bílaplönum. 

Húsið stendur á 14.534 fermetra lóð með möguleika á auknu byggingarmagni samkvæmt deiliskipulagi. 

Möguleiki á langtímaleigusamningi þar sem leigusali aðlagar húsið að leigutaka eða sölu.

Húsnæðið getur verið laust til afhendingar fljótlega. 

Nánari upplýsingar veitir Brandur Gunnarsson löggiltur fasteignasali-löggiltur leigumiðlari  í síma 897-1401 [email protected]  hjá BORG fasteignasölu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði
 

TEGUND
Atvinnuhús
STÆRÐ
4194 m2
HERBERGI
10 herb.
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2007
LYFTA
Nei
BILSKUR
NEI

Skilaboð hafa verið send.