***EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN***
DVERGABAKKI 14 109 REYKJAVÍK - FALLEG OG BJÖRT 4HERB. ENDAÍBÚÐ Á ANNARI HÆÐ - L - LAGA SVALIR LIGGJA MEÐFRAM ALLRI ÍBÚÐ OG ER ÚTGENGI ÚT Á SVALIR ÚR STOFU OG TVEIMUR SVEFNHERBERGJUM - FALLEGT ÚTSÝNI M.A. YFIR ELLIÐAÁRDALINN OG ESJUNA - ÞVOTTAHÚS INNAN ÍBÚÐAR - GÓÐ STAÐSETNING MIÐSVÆÐIS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU - STUTT Í ÚTIVISTASVÆÐI SKÓLA OG MARGÞÆTTA ÞJÓNUSTU - FALLEG ÍBÚÐ SEM VERT ER AÐ SKOÐA
Borg fasteignasala og Heiða Guðmundsdóttir, löggiltur fasteignasali, kynna í einkasölu fallega og óvenju rúmgóða 4. herb. endaíbúð á 2 hæð. Eignin er skráð skv Þjóðskrá 128,1 fm, inn í þeirri fermetratölu er 5,2 fm sérgeymsla í sameign. Stofa, borðstofa og eldhús eru í samliggjandi stóru og rúmgóðu rými með útgengi út á svalir sem liggja meðfram allri íbúðinni en eldhúsið er lokað af að hluta með hálfum vegg. Gott flísalagt þvottahús innan íbúðar. Þrjú svefnherbergi og er útgengi út á svalir úr tveimur þeirra. Gólfefni eru flísar og parket og ágætt skápapláss er í íbúðinni. Björt og skemmtileg íbúð með fallegu útsýni sem kemur á óvart.
Bókið skoðun og fáið allar frekari upplýsingar frá Heiðu í síma 779-1929 og á netfanginu [email protected]
Öll íbúðin er parketlögð nema baðherbergi, þvottahús og anddyri sem er flísalagt.Anddyri með fataskáp.
Eldhús/stofa og borðstofa eru í björtu rými ljós grá eldhúsinnrétting og útgengi út á svalir.
Þrjú svefnherbergi og eru tvö þeirra með útgengi út á svalir, góðir skápar í hjónaherbergi
Baðherbergi er með baðkari, innréttingu og glugga.
Þvottahús er með flísum á gólfi og á vegg, innréttingar
Sér geymsla er í sameign Hjólageymsla í sameignBókið skoðun eða fáið frekari upplýsingar hjá Heiðu, löggiltum fasteignasala í síma 779-1929 eða á netfanginu [email protected]Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Borg fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.