Borg fasteignasala kynnir til sölu 70 fermetra atvinnuhúsnæði innréttað sem 2-3ja herbergja íbúð á vinsælum stað við Sólvallagötu 48 í Reykjavík. Eignin skiptist í forstofuhol, alrými með stofu og opnu eldhúsi, svefnherbergi, herbergi, baðherbergi með tengi fyrir þvottavél. Möguleiki er að kaupa húsgögn með eigninni.
Laus til afhendingar strax.
Nánari lýsing: Komið er inn á flísalagt hol. Stofa og eldhús mynda alrými með parketi og gólfsíðum gluggum. Viðar innrétting er í eldhúsi með eyju. Innfeld lýsing er í rýminu.
Svefnherbergi er parketlagt með fataskápum. Úr svefnherbergi er hægt að ganga út á bakinngang. Baðherbergi er flísalagt með sturtuklefa, innréttingu og tengi fyrir þvottavél.
Auka herbergi er nýtt sem svefnaðstaða með parketi. Húsnæðið er skráð sem atvinnuhúsnæði/verslun samkvæmt Fasteigna skrá. Laus til afhendingar strax.
Nánari upplýsingar veitir Brandur Gunnarsson löggiltur fasteignasali-löggiltur leigumiðlari í síma 897-1401 [email protected] hjá BORG fasteignasölu.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði