Borg fasteignasala kynnir: Nýlegt endaraðhús í vinsælu og eftirsóttu hverfi. Stærð íbúðar er 102.9 og stærð bílskúrs 30.9fm. Samtals 133.8fm.
Húsið er fullbúið, með góðum sólpalli með heitum potti aftan við húsið. Hitalagnir með stýringakerfi eru í öllum gólfum.
Teikningum hússins hefur verið breytt frá og er húsið af þeim sökum, sérsniðið fyrir tvær eða þrjár manneskjur.
Stór stofa, rúmgott baðherbergi með glugga og herbergi með sérinngangi í bílskúr, er hluti af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á teikningum.
Allar hurðir 90cm þröskuldslausar.
Nánari lýsing:
Forstofa: Flíslaögð forstofa með opnum skáp.
Hjónaherbergi: Rúmgott hjónaherbergi, parket á gólfi og opnir fataskápar.
Baðherbergi: Rúmgott og fallegt baðherbergi með opnum sturtuklefa með gleri. Hvítklökkuð snyrtileg innrétting. Fílsar á gólfi.
Þvottahús/Geymsla: Flísalögð geymsla/þvottahús, hillur á veggjum (mynd vantar)
Eldhús: Eldhús er hluti af opnu alrými, sem hefur verið stækkað miðað við upprunanlega teikningu. Snyrtileg eldhúsinnrétting, hvítlökkuð.
Stofa: Björt stofa, í framhaldi af eldhúsi, þaðan er útgengt á sólpall. Parket á gólfi.
Sjónvarpshol: Hluti af alrými og er sjónvarpsholið til hliðar við stofuna. Parket á gólfi.
Herbergi: Inn af bílskúr er fullbúið herbergi með sérinngangi af palli, einnig er hægt að ganga inn úr bílskúr. Opnir skápar og parket á gólfi.
Bílskúr: Fullbúinn bílskúr með epoxy málningu á gólfi.
Garður: Möl að framverðu, en fyrir aftan er grasflöt. Þar er líka fullbúinn sólpallur, steyptur. Þar er heitur pottur.
Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Fannar í síma 897-5930 eða [email protected]