Borg fasteignasala kynnir til sölu á vinsælum stað í Reykjavík, fasteign og rekstur á íbúðarhóteli. Húsið er steinsteypt endurnýjaða að innan 2016 og innréttað sem hótel. Húsið er þrjár hæðir, kjallari og ris. Húsið er innréttað sem 26 glæsilegar hótelíbúðir, veitingasal-veitingastað og tilheyrandi stoðrými fyrir reksturinn. Húsið var innréttað 2016-2017 sem hótel og þá var húsið viðgert að utan að sögn eiganda, málað, gluggar endurnýjaðir að hluta. Allar neysluvatnslagnir og frárennsli og raflagnir endurnýjaðar. Á sama tíma var ný lyfta sett í húsið. Í húsinu eru 26 hótelíbúðir að mismunandi stærð, allar fullbúnar með eldhúsaðstöðu og sér baðherbergjum. Möguleiki er að kaupa eingöngu fasteign. Í kjallara er aðstaða fyrir starfsmenn, geymslur, þvottahús og skrifstofuaðstaða.
Lýsing á hótelíbúðum.
Allar íbúðirnar eru með sturtubaðherbergjum. Öll baðherbergi eru vönduðum, með vönduðum tækjum, flísalögð. Íbúðirnar eru allar með eldhúsaðstöðu, ísskápum og uppþvottavél. Gólfefni á íbúðum eru parket og flísar á baðherbergjum.
Lýsing á veitingasal og sameign.
Veitingasalur er bjartur með gólfsíðum gluggum með gólfflísum á gólfi. Eldhús er inn af veitingasal. Gangar eru teppalagðir og sameiginleg baðherbergi með flísum á gólfi.
Kjallarinn.
Í kjallara er þvottahús og frágangur, snyrting fyrir veitingastað, búningsherbergi með sturtum, kaffistofa fyrir starfsfólk, geymslur og tæknirými.
Fyrsta hæðin.
Veitingastaður, morgunverðasalur, snyrting, sex herbergi, þar af eitt skráð sem skrifstofa, anddyri, ræsting og gangur.
Önnur hæðin.
Þriðja hæðin.
Á hæðinni eru alls átta herbergi, gangur og ræsting.
Rishæðin.
Í rishæðinni eru innréttuð tvö rúmgóð herbergi með miklum þakhalla.
Gólfflötur herbergja er stærri en þau eru skráð.
Nánari upplýsingar veitir Brandur Gunnarsson löggiltur fasteignasali-löggiltur leigumiðlari í síma 897-1401 [email protected] hjá BORG
fasteignasölu.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði