Borg fasteignasala kynnir til sölu 4-5 herbergja raðhús á góðum stað í Smáíbúðarhverfinu við Tunguveg. Húsið skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, á efri hæðinni eru tvö barnaherbergi, hjónaherbergi og baðherbergi. Í kjallara eru rúmgott þvottahús, auka herbergi og geymsla. Góð afgirt timburverönd er fyrir framan húsið til suðurs.
Laust til afhendingar strax.*Bókið skoðun hjá Maríu Mjöll, netfang: [email protected], sími: 866-3934*Nánari lýsing á eigninni:Miðhæð: Komið er inn á flísalagða forstofu með fataskáp.
Eldhúsið er flísalagt með viðar innréttingu. Opið er úr eldhúsi inni í borðstofu og stofu.
Stofan er flísalögð og björt með útgengt út á stóran sér pall
Á efri hæðinni eru:
Hjónaherbergið er rúmgott og með góðum skáp. Harðparket á gólfi.
Barnaherbergin eru tvö, bæði með harðparketi.
Baðherbergið er flísalagt gólf og veggir með upphengdu salerni og sturtuklefa.
Í kjallaranum er rúmgott þvottahús/geymsla og lítið unglingaherbergi með glugga.
Auka herbergi er í kjallaranum með glugga og lökkuðu gólfi.
Laust til afhendingar strax.
Nánari upplýsingar veitir Brandur Gunnarsson löggiltur fasteignasali-löggiltur leigumiðlari í síma 897-1401 [email protected] hjá BORG fasteignasölu.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði