EIGNIN ER SELD
Borg fasteignasala kynnir: 3-4ra herbergja jarðhæð með sérinngangi í fjórbýlishúsi neðst í botnlanga í Mosfellsbænum. Neðan við húsið er göngustígur sem liggur með strandlengjunni til Reykjavíkur. Tvö rúmgóð svefnherbergi og eitt lítið sem nýtist einnig sem skrifstofa. Lýsing eignar:Forstofa er flísalögð.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni, handklæðaofni og sturtu.
Stofan er í miðju íbúðarinnar með harðparketi á gólfi. Útgengi er út í garð frá stofu. Steypt verönd er framan við svalarhurð.
Eldhús er með hvítri innréttingu, stáleldavél með keramikhelluborði og stálháfi. Ljósar flísar eru á milli skápa. Flísar á gólfi - ágætis borðkrókur er í eldhúsinu.
Þvottahús / geymsla er innaf eldhúsi.
Hjónaherbergi er með skápum og harðparketi á gólfi.
Barnahergi I er með parket á gólfi.
Barnaherbergi II er um 6 m2 og nýtist einnig sem skrifstofa.
Íbúðin er laus til afhendingar. Húsið er fjórbýlishús. Húsið stendur neðst í botlanga og eru næg bílastæði framan við húsið. Huga þarf að gluggum en aðgengi að þeim er gott þar sem íbúðin er á jarðhæð.
Upplýsingar veitir Davíð Ólafsson lög.fast. í síma 897-1533 eða [email protected]