Borg fasteignasala kynnir: Stúdíó íbúð sem breytt hefur verið í tveggja herbergja íbúð á jarðhæð við Laufásveg 6. Sér inngangur að baka til. Sér sólpallur með útsýni yfir tjörnina í Reykjavík.
Lýsing eignar:Stofa / eldhús: Bjart og opið rými sem er frambyggður glerskáli.
Herbergi:Gluggalaust rými sem var stúkað af aftan við eldhúsinnréttinguna.
Baðherbergið er inn af herberginu og er búið að endurnýja allt þar, flísar á veggjum, góð sturta og skápar undir vask, tengi fyrir þvottavél.
Verönd er fyrir framan eignina þar sem horft er út á tjörna. Sér inngangur inn í íbúðina er frá verönd.
Gólfin eru flotuð. Íbúðin er samþykkt.
Stutt í alla þjónustu, leikhús, veitingahús, kaffihús, leikskóla, grunnskóla, Háskóla Íslands, matarbúð,
Hljómskálagarðinn. Útsýni er yfir Mæðragarðinn og Tjörnina. Upplýsingar veitir Davíð Ólafsson lög.fast. í síma 8971533 eða [email protected]