Borg fasteignasala kynnir: Glæsilegt sérhannað vistvænt einbýlishús á eftirsóttum stað í Mosfellsbæ. Húsið skilur eftir sig um 69% minna kolefnisspor en sambærilegt hús sem er steypt.
Fjögur stór svefnherbergi, tvö baðherbergi og eitt gestasalerni. Stórt eldhús og stofa með mikilli lofthæð. Allar innréttingar sérsmíðaðar og ekkert til sparað í frágangi og efnisvali. Steyptar verandir og bílaplan. Eignin er laus til afhendingar. Húsið hannað af Ásmundi Hrafni hjá Kurt og Pí.Anddyri: Rúmgott anddyri með mikilli lofthæð. Flísar á gólfi. Stórir fataskápar. Á hægri hönd er innangengt í þvottahús og bílskúr.
Eldhús: Sérsmíðuð eldhúsinnrétting með miklu skápaplássi og ljósri steinborðplötu frá Steinprýði. Spanhelluborð og bakarofn frá Siemens. Hurð út á sólpall er í eldhúsinu.
Stofa: Stofa og eldhús eru í sama rými með skilrúmi á milli þar sem gengt er beggja vegna. Úr stofu er rennihurð út á steyptan sólpall.
Frá stofu og eldhúsi er breiður gangur sem liggur að þremur stórum herbergjum. Tenglar við gólf eru einnig með innbyggða næturlýsingu.Hjónaherbergi: Rúmgott hjónaherbergi með loftháum skápum. Í hjónaherberginu er sér baðherbergi með baðkari og sturtu.
Baðherbergi 1: Baðherbergið í hjónaherberginu er flísalagt. Baðkar og sér sturta. Dökk innrétting með tveimur vöskum og ljósri borðplötu. Handklæðaofn og upphengt salerni.
2 Svefnherbergi: Tvö svefnherbergi eru gengt hjónaherberginu. Gott skápapláss í báðum herbergjum.
Baðherbergi 2: Milli herbergjanna er baðherbergi með sturtu. Flísar á gólfi og veggjum. Upphengt salerni.
Skrifstofa/svefnherbergi: Rúmgott herbergi sem er með inngang nær eldhúsinu. Við herbergið er hurð út á sólpall.
Gestasalerni: Við anddyri er gestasalerni.
Þvottahús: Á milli anddyris og bílskúrs er þvottahús með innréttingum.
Bílskúr: Rúmgóður bílskúr með breiðri hurð. Bílskúr er skráður 37,7m2. Epoxi á gólfi. Inn af bílskúr er geymsla.
Allar innréttingar eru frá Fanntófelli. Á gólfum er harðparket og flísar frá Birgisson. Allar borðplötur eru frá Steinprýði. Blöndunartæki eru frá Groehe. Þýskar innihurðar eru frá Westag. Gluggar eru ál/trégluggar frá Víking. Í loftum er innfelld led-lýsing. Tölvustýrt rafkerfi,
[email protected] er alhliða lausn í stýringu fyrir heimili.
Í bílskúr er breið bílskúrshurð með tveimur fjarstýringum, föstum rofa og einum fjarstýrðum rofa. Allt vatnskerfi í húsinu er varmaskipt. Sér varmaskiptir er fyrir gólfhita, annar fyrir neysluvatn og annar fyrir snjóbræðsluna.
Húsið er klætt með bandsöguðu greni. Innkeyrsla og sólpallur eru með snjóbræðslu. Lagnaleiðir fyrir heitan pott eru við sólpall. Á þaki er slétt málmklæðning. Einangrun í veggjum er 250 mm og þaki 300 mm. Allur frágangur sérlega vandaður. Íbúðarhluti er skráður 230m2 og bílskúr 37,7m2. Samtals 267,7m2.
Vistvænt hús:
Húsið skilur eftir sig um 69% minna kolefnisspor en steypt hús sömu gerðar. Húsið er með bættri einangrun eða 250mm í veggjum og 300mm í þaki. Það sparar orku, gefur betri hljóðvist sem bætir vellíðan innandyra. Mjög öflugt loftræstikerfi er í húsinu og ekki myndast vont loft þó að allir gluggar séu lokaðir í nokkra daga. Súluhöfði 32 er í göngufæri frá golfvellinum í Mosfellsbæ og Lágafellslaug. Stutt í göngustíga, fjöruna, skóla, leikskóla og fallegar náttúruperlur. Öll þjónusta í nærumhverfinu.
Upplýsingar veitir Davíð Ólafsson lög.fast. í síma 897 1533 eða [email protected]