Borg Fasteignasala kynnir: Björt og falleg 4ra herbergja íbúð á þriðju og efstu hæð í fimm íbúða húsi ásamt bílskúr að Kópalind 3. Falleg og vel skipulögð eign með þremur svefnherbergjum. Útgengt á stórar suðursvalir með frábæru útsýni. Húsinu hefur verið vel við haldið og sameign snyrtileg.
Eignin telur samtals 148 m2 að stærð sem skiptist þannig að íbúðin er 119,1 m2, geymslan 8,9 m2 og bílskúrinn 20 m2.
Vinsæl staðsetning í Lindahverfinu þar sem stutt er í skóla, leikskóla og alla helstu þjónustu.Nánari lýsing:Forstofa: Með parket á gólfi og skáp
Hol: Parket á gólfi
Stofa: Parket á gólfi og útgengi á rúmgóðar svalir sem snúa í suð/vestur átt
Eldhús: Flísar á gólfi, innrétting með góðri vinnuaðstöðu úr kirsuberjavið, granítborðplata er á hluta innréttingar.
Baðherbergi: Hvítar flísar á gólfi og veggjum, baðkar með sturtuaðstöðu, upphengt salerni og snyrtileg innrétting.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi og góðir fataskápar
Herbergi I: Parket á gólfi og fataskápur
Herbergi II: Parket á gólfi og fataskápur
Þvottahús: Innan íbúðar með flísum á gólfi
Bílskúr: Með hita, rafmagni, vatni og hurðaopnara, fyrir framan bílskúr er steypt upphitað plan.
Geymsla: Sér geymsla er í sameign og er hún 8,9 m2, einnig er sameiginleg vagna og hjólageymsla
Árið 2021 var húsið málað að utan og er sameignin vel umgengin og snyrtileg. Falleg eign á þessum vinsæla stað í Lindahverfinu þar sem stutt er í skóla og leikskóla.
Rótgróið og fjölskylduvænt hverfi.
Einnig er stutt í matvöruverslun og alla helstu þjónustu.
Nánari upplýsingar um eignina veita:María Mjöll Guðmundsdóttir nemi til löggildingar fasteignasala í síma 866-3934 eða
[email protected] og
Úlfar Þór Davíðsson lögg. fasteignasali
[email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði