Böðvar Sigurbjörnsson og Borg fasteignasala kynna til sölu: Búðagerði 7, 108 Reykjavík. Tveggja herbergja 63.9 m2 íbúð á fyrstu hæð í litlu fjölbýlishúsi á góðum stað miðsvæðis í Reykjavík. Skipulag: Anddyri, gangur, hol, eldhús/stofa, svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og tvær geymslur.
Nánar: Komið er inn í sameiginlegan inngang með íbúð á efri hæð hússins. Þegar gengið er inn í íbúðina tekur við opið rými sem myndar miðrými, eldhús og stofu. Í miðrýminu er forstofuskápur með speglahurð. Í eldhúsinu er hvít eldhúsinnrétting með efri og neðri skápum, eldavél, vifta. Eldhúsið og stofan eru í opnu sameiginlegu rými með parketi á gólfi, frá stofunni er gengið út á svalir sem snúa í suður. Baðherbergið hefur verið endurnýjað og er flísalagt hólf í gólf. Rúmgóð “walk in“ sturta með mósaík flísum á gólfi og vegg að hluta. Innbyggð blöndunartæki og glerskilrúm, stór sturtuhaus. Upphengt salerni með innbyggðum kassa, handklæðaofn. Innrétting með skápum neðan handlaugar og speglaskápur fyrir ofan.
Annað: Sameign hússins er mjög snyrtileg, tvær geymslur fylgja eigninni og aðgangur að sameiginlegu þvottahúsi sem íbúðin deilir með íbúð á efri hæð. Sameiginleg bílastæði eru á lóð hússins.
Nánari upplýsingar veitir Böðvar Sigurbjörnsson, lögfræðingur M.L. og lgf., í síma 660-4777 eða [email protected]Sjá einnig:
fastborg.is/
Smelltu hér til að fylgjast með mér á Facebook
Smelltu hér til að fylgja mér á InstagramÍ lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um skyldu kaupenda til að skoða fasteignir.
BORG fasteignasala vill því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna áður en gert er kauptilboð og leita til hæfra sérfræðinga til frekari skoðunar.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða fyrir kaupin:
Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8 / 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald kaupsamnings, veðskuldabréfs, hugsanlegt veðleyfi o.fl.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýslugjald vegna fasteignasölu samkvæmt kauptilboði