Opið hús: 01. júní 2023 kl. 17:30 til 18:00.
Borg fasteignasala kynnir til sölu mjög fallega 96,7 fm íbúð með sérinngangi af svölum við Þrastarhöfða 3, 270 Mosfellsbæ.
Lýsing eignar: Eignin er á efstu hæð í fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2005.
Gengið er inn í sameiginlegan stigagang á vestur hlið hússins.
Íbúðin hefur á að skipa
2 svefnherbergjum, eldhúsi, stofu, baðherbergi, þvottahúsi og geymslu.Herbergin eru bæði í góðri stærð og björt og vel skápum búin.
Eldhús hefur á að skipa vandaðri innréttingu og eldhústæki. Gott skápa og vinnupláss.
Stofan er björt og rúmgóð með miklu útsýni til vesturs og suðvesturs. Úr stofu er útgengt út á svalir.
Baðherbergið er flísalagt með sturtu, vaskinnréttingu og upphengdu salerni.
Geymsla/geymslur. Innan íbúðar er lítil geymsla, en einnig er lítil geymsla í sameign sem tilheyrir eigninni.
Hér er á ferðinni sérlega góð fyrsta eign í rólegu grónu og barnvænu umhverfi. Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Borg fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun. Allar upplýsingar um eignina veitir Héðinn B Ásbjörnsson lögg. fasteignasali 8484806 eða á [email protected] Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% ( 1,6% lögaðili ) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.