Borg fasteignasala kynnir til sölu fallega 147,7 fermetra 3ja-4ja herbergja íbúð með tveimur baðherbergjum á 6. hæð/efstu ásamt stæði í lokuðu bílskýli við Borgartún. Íbúðin skiptist í forstofu, stofu/borðstofu, eldhús, baðherbergi, svefnherbergi og hjónaherbergi með baðherbergi inn af. Þvottahús er innan íbúðar. Sérgeymsla er í sameign í kjallara og stæði í lokuðu bílskýli. Lyfta opnast beint inn í íbúðina. Falleg eign með verslun og þjónustu í göngufæri. Laus til afhendingar strax.
Nánari lýsing: Komið er inn á flísalagt með marmaraflísum hol með fataskápum. Eldhús er flísalagt með fallegri viðarinnrétitngu, efri og neðri skápum. Stofa og borðstofa eru bjartar með marmaraflísum á gólfum.
Svefnherbergi er flísalagt með fataskápum. Hjónaherbergi er rúmgott með fataskápum og baðherbergi inn af. Baðherbergi er flísalagt með innréttingu og sturtuklefa. Sérgeymsla er í sameign ásamt stæði í lokaðri bílageymslu. Sameign og lóð er snyrtileg.
Nánari upplýsingar veitir Brandur Gunnarsson löggiltur fasteignasali-löggiltur leigumiðlari í síma 897-1401 [email protected] hjá BORG fasteignasölu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði