Borg fasteignasala kynnir gott og mjög vel staðsett iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði við Rauðhellu 13 í Hafnarfirði. Um er að ræða stálgrindarhús auk steyptrar skrifstofu- og verslunarbyggingar. Alls er eignin skrá hjá Fasteignaskrá Íslands 998,9 fm. Skrifstofubygging er 128 fm og stálgrindarhúsið er 764 fm að viðbættu millilofti 106,9 fm. Húsnæðið stendur á 4.705,8 fm leigulóð. Nýtingarhlutfall lóðar er 0,5 þannig að mögulegt byggingamagn á lóðinni er því 2.353 fm. Umframbyggingamagn er því 1.354 fm umfram það byggingamagn sem nú þegar er á lóðinni. Nánari lýsing: Skrifstofubygging er steypt og skiptist í opið bjart rými, rúmgóða skrifstofu, eldhúsaðstöðu og salerni. Stálgreindarhúsið er með þremur 4,3m háum innkeyrsluhurðum. Lofthæð er hæst 8,6m.