Gjaldskrá

Verðskrá – Gildir frá 1.febrúar 2023
I. Almennt um þóknun.
Öll verð í krónutölum samkvæmt verðskrá þessari eru með virðisaukaskatti.

Eftirfarandi gjaldskrá er leiðbeinandi um þjónustu og gildir nema að um annað hafi verið samið. Söluþóknun er umsemjanleg til hækkunar eða lækkunar og tekur mið af þeim fjárhagslegu hagsmunum sem tengjast verkinu og byggir á mati á markaðssvæði, seljanleika og nánara samkomulagi. Söluþóknun innifelur verðmat fasteignarinnar, gerð kauptilboðs, söluyfirlits, kaupsamnings, kostnaðaruppgjör og afsals. Fyrir auglýsingar, myndatökur og skjalaöflun greiðist sérstaklega sbr. nánar hér að neðan.

II. Kaup og sala fasteigna
a. Sala fasteigna í einkasölu: 1,95% af söluverði auk virðisaukaskatts. Lágmarksþóknun er þó kr. 558.000.
b. Sala í almennri sölu: 2,25% af söluverði auk virðisaukatts. Lágmarksþóknun er þó kr. 558.000.
c. Aðstoð og/eða skjalafrágangur við sölu og kaup: 1,0% af söluverði en þó aldrei lægra en kr. 272.800.
d. Sala félaga og atvinnufyrirtækja: 5% af heildarsölu, þ.m.t. birgðir auk virðisaukaskatts.
e. Sala sumarhúsa: 2,0 - 3,0 % af söluverði auk virðisaukaskatts. Lágmarksþóknun er þó kr.620.000.
f. Við makaskipti er þóknun 1,5%.

III. Þóknun fyrir Leigumiðlun.
Þóknun fyrir leigumiðlun samsvarar umsaminni mánaðarleigu auk virðisaukaskatts.

IV. Skoðun og verðmat fasteignar.
Kostnaður vegna verðmats fyrir íbúðarhúsnæði er kr. 37.000. Um önnur verðmöt er samið sérstaklega.

V. Ýmis ákvæði.
a. Kaupandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 79.000,- fyrir þjónustu fasteignasölunnar vegna lögboðinnar hagsmunagæslu.
b. Seljandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 79.000,- vegna öflunar gagna um eignir, svo sem vegna veðbókarvottorða, yfirlita frá þjóðskrá, afrit þinglýstra skjala, upplýsingar um fasteignagjöld, yfirlýsinga húsfélaga og annarra skjala.
c. Kostnað við gerð og birtingu auglýsinga greiðist samkvæmt samkomulagi hverju sinni.

Borg Fasteignasala ehf. Kt. 470313-0720 Vsk nr. 113563
Tryggingafélag: VÍS

Ábyrgðarmaður Ingimar Ingimarsson Lögmaður og Lögg. fasteignasali kt. 260973-5099

Fastborg logo

Traust og áreiðanleiki í fasteignaviðskiptum.